Athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna en um fjörutíu prósent svöruðu því að afbrýðisemi væri einhverskonar vandamál í sambandinu.
Sumir geta upplifað smá afbrýðisemi í sambandi sem góða og heilbrigða á meðan aðrir upplifa hana sem einhvers konar tól eða eitur.
Ef marka má niðurstöðurnar hér fyrir neðan má sjá að rúmlega helmingur segir afbrýðisemi þó sjaldan eða aldrei vandamál.
Niðurstöður*
KONUR:
Já, mikið vandamál - 15%
Já, að einhverju leyti - 28%
Nei, sjaldan - 32%
Aldrei - 25%
KARLAR:
Já, mikið vandamál - 11%
Já, að einhverju leyti - 29%
Nei, sjaldan - 32%
Aldrei - 28%
Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.