Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2021 20:28 Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem Vestmannaeyingar bjarga og fá frelsi út á hafi en pysjutímabilið er um sex vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi. Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira