Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 19. ágúst 2021 07:23 Gosið hefur nær viðstöðulaust í fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28