„Hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Þórdís Reynisdóttir Tara Tjörvadóttir hefur hannað ný plaköt fyrir Kraft, til þess að minna fólk á að staldra við í núinu. Plakötin eru seld sem fjáröflun fyrir félagið. Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína. Myndlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Tara er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og margmiðlunarhönnuðursem heldur úti vörusíðu þar sem hún selur vörur með fallegum handskrifuðum orðum. Hún er búsett á Egilsstöðum og kynntist Krafti í gegnum Lindu Sæberg sem er í stjórn Krafts og er einmitt að austan. „Ég byrjaði að fylgja Lindu á Instagram og ferðabloggi hennar. Svo þegar hún greindist með krabbamein þá setti hún einmitt inn á Instastory hjá sér að hún væri að láta frysta eggin sín og lýsti því ferli. Hún biðlaði þá til kvenna í leiðinni að gefa egg fyrir einstaklinga sem þurfa á að halda. Ég lét slag standa og fór í hórmónameðferð og gaf egg,“ segir Tara. Kona drauma þinna Fyrsta plakatið sem Tara gerði og seldi var fyrir Lindu og var það í raun Linda sem hvatti hana til að fara selja orðin sín á netinu. „Þegar ég sá setninguna „Þú ert kona drauma þinna“ í Instastory hjá Töru þá talaði þessi setning beint til mín og ég bað um að fá að kaupa hana af henni því ég vildi hafa hana upp á vegg hjá mér til að lesa á hverjum degi. Ég benti henni þá einnig á að hún ætti virkilega að skoða það að selja þessar vangaveltur sínar, því ég var nokkuð viss um að hún væri að tala til fleiri en einungis mín. Í dag á ég fjögur plaköt eftir hana sem ég er með á mismunandi veggjum heimilisins til að minna mig á það sem ég þarf að heyra,“ segir Linda. Þórdís Reynisdóttir „Þegar það kom upp þessi hugmynd hjá okkur Lindu að gera plakat til stuðnings Krafti þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Ég hef lengi verið að fylgjast með Krafti meðal annars á Instagram og finnst félagið svo jákvætt og heiðarlegt og tengi mín gildi við skilaboð félagsins sem mér finnst senda út frá sér jákvæða og hvetjandi strauma,“ segir Tara. Fólk hugsar meira um skilaboðin Nýja plakatið ber orðin „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“ sem er skírskotun í slagorð félagsins Lífið er núna. „Ég tel það vera auðvelt fyrir alla að tengja við að lífið er núna og fannst svo fallegt að setja það upp í spurningu því mér finnst fólk oft hugsa meira um skilaboðin þegar þau koma fram í spurningu,“ segir Tara enn fremur. Plakötin eru fáanleg í tveimur stærðum í takmörkuðu upplagi, í stærð A5 og svo í 30x40 cm. Einungis eru framleitt hundrað stykki í hvorri stærð og eru plakötin númerið frá einum í eitt hundrað. Hægt er að versla þau í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu plakatanna rennur í starf Krafts og gefur Tara alla vinnu sína.
Myndlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira