Telur ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2021 15:47 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ekki sé tímabært að ræða langtímatakmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Það sé hins vegar tímabært að endurskoða reglur um sóttkví. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bjarna þar sem hann segir að öllum sé ljóst að kórónuveiran muni áfram vera á meðal landsmanna á næstunni. Sætta þurfi sig við þetta og bregðast við í samræmi við aðstæður. Ríkisstjórnin kynnti í dag hugmyndir að breytingu á reglum um sóttkví. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Endanleg útfærsla hefur ekki verið kynnt en tillögurnar eru í smíðum. Rætt hefur verið um að hraðpróf geti þar spilað stórt hlutverk. „Vægari úrræði eins og sjálfpróf og/eða skyndipróf á að nota framar meira íþyngjandi úrræðum á borð við sóttkví ef það er hægt. Það virðist gefa góða raun annars staðar og á að vera forgangsmál á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni. Í vikunni var greint frá nýju minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi . Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Bjarni segir hins vegar að ótímabært sé að ræða langtímatakmarkanir innanlands, og vísar þar til að mynda til úrræða á borð við hraðprófa. „Það er ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands. Ekki síst þegar við erum ekki byrjuð að nýta úrræði á borð við þessi. En það er fyrir bestu að horfast í augu við það mat að það geti tekið langan tíma að losna við þessa óværu fyrir fullt og allt. Verkefnið er þá að geta lifað með því ástandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20. ágúst 2021 11:41 Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bjarna þar sem hann segir að öllum sé ljóst að kórónuveiran muni áfram vera á meðal landsmanna á næstunni. Sætta þurfi sig við þetta og bregðast við í samræmi við aðstæður. Ríkisstjórnin kynnti í dag hugmyndir að breytingu á reglum um sóttkví. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Endanleg útfærsla hefur ekki verið kynnt en tillögurnar eru í smíðum. Rætt hefur verið um að hraðpróf geti þar spilað stórt hlutverk. „Vægari úrræði eins og sjálfpróf og/eða skyndipróf á að nota framar meira íþyngjandi úrræðum á borð við sóttkví ef það er hægt. Það virðist gefa góða raun annars staðar og á að vera forgangsmál á þessum tímapunkti,“ segir Bjarni. Í vikunni var greint frá nýju minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi . Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Bjarni segir hins vegar að ótímabært sé að ræða langtímatakmarkanir innanlands, og vísar þar til að mynda til úrræða á borð við hraðprófa. „Það er ótímabært að ræða langtíma takmarkanir innanlands. Ekki síst þegar við erum ekki byrjuð að nýta úrræði á borð við þessi. En það er fyrir bestu að horfast í augu við það mat að það geti tekið langan tíma að losna við þessa óværu fyrir fullt og allt. Verkefnið er þá að geta lifað með því ástandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20. ágúst 2021 11:41 Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. 20. ágúst 2021 11:41
Skoða þurfi breytingu á framkvæmd sóttkvíar Skoða þarf breytingar á framkvæmd sóttkvíar ef halda á leikskólum, grunnskólum og atvinnulífi gangandi á næstu vikum. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við fréttastofu. 19. ágúst 2021 22:31
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26