Þá var var einn með fimm réttar Jókertölur í röð og fær viðkomandi tvær milljónir króna í vinning. Sá miði var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Fjórir miðahafar voru með bónusvinninginn og fá rúmlega 236 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is, einn á Holtanesti í Hafnarfirði og sá síðasti á Olís Álfheimum.