Þátturinn GameTíví er í beinu streymi öll mánudagskvöld á Stöð 2 Esport, Twitch og hér á Vísi. Í kvöld eru gestaspilararnir tveir, Gunnar Nelson og Daníel Rósinkrans.
Þeir leiða tvö lið með meðlimum GameTíví þar sem tekist verður á í leiknum Apex Legends. Það lið sem tapar þarf að borða eldheitar sósur.
Herlegheitin byrja klukkan 20 og hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan.