„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2021 20:32 Guðni Bergsson forseti KSÍ. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag: KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag:
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46
Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59
Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27