„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 12:04 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur verið harðorð í garð forystu KSÍ og hún er óánægð með ummæli formannsins í gær. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31