Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 11:26 Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti bæjarins stærstan hluta sumars. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar.
Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43
Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07