Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2021 17:52 Kórdrengir halda enn í vonina um sæti í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli. Connor Mark Simpson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kórdrengi gegn Grindvíkingum eftir hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 55. mínútu og þar með rautt spjald. Grindvíkingar nýttu sér liðsmuninn því á 88. mínútu varð Fatai Adebowale Gbadamosi fyrir því óláni að skora sjálfsmark og því stefndi í 1-1 jafntefli. Alex Freyr Hilmarsson reyndist þó hetja Kórdrengja þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Kórdrengir eru því með 34 stig í þriðja sæti, aðeins einu stigi á eftir ÍBV í öðru sætinu. Eyjamenn hafa þó spilað tveimur leikjum minna. Kári Steinn Hlífarsson kom Aftureldingu yfir gegn Þrótti strax á þriðju mínútu, en Samuel George Floyd jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik. Tvö mörk frá Arnóri Gauta Ragnarssyni sáu þó til þess að Afturelding tók stigin þrjú. Þróttarar eru níu stigum frá öruggu sæti þegar níu stig eru í pottinum og þurfa því á kraftaverki að halda ef þeir ætla sér að spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Það tók topplið Fram aðeins sjö mínútur að brjóta ísinn gegn Gróttu, en það var Þórir Guðjónsson sem kom heimamönnum yfir. Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald eftir tæplega hálftíma leik og Framarar þurftu því að spila manni færri í rúman klukkutíma. Gabríel Hrannar Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Gróttu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka, en Haraldur Einar Ásgrímsson tryggði Fram 2-1 sigur á 81. mínútu. Selfyssingar tryggðu sæti sitt í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingum frá Ólafsvík, og felldu Víkinga í leiðinni. Valdimar Jóhansson kom Selfyssingum yfir eftir hálftíma leik og Aron Einarsson og Gary Martin tryggðu sigurinn með sitthvoru markinu í seinni hálfleik. Hvorki Þór frá Akureyri né Fjölnismenn náðu að finna netmöskvana þegar að liðin mættust fyrir norðan í dag. Mikilvægt stig fyrir Þórsara sem eru nú hársbreidd frá því að tryggja sæti sitt í deildinni. Lengjudeild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Connor Mark Simpson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Kórdrengi gegn Grindvíkingum eftir hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Arnleifur Hjörleifsson fékk að líta sitt annað gula spjald á 55. mínútu og þar með rautt spjald. Grindvíkingar nýttu sér liðsmuninn því á 88. mínútu varð Fatai Adebowale Gbadamosi fyrir því óláni að skora sjálfsmark og því stefndi í 1-1 jafntefli. Alex Freyr Hilmarsson reyndist þó hetja Kórdrengja þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Kórdrengir eru því með 34 stig í þriðja sæti, aðeins einu stigi á eftir ÍBV í öðru sætinu. Eyjamenn hafa þó spilað tveimur leikjum minna. Kári Steinn Hlífarsson kom Aftureldingu yfir gegn Þrótti strax á þriðju mínútu, en Samuel George Floyd jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik. Tvö mörk frá Arnóri Gauta Ragnarssyni sáu þó til þess að Afturelding tók stigin þrjú. Þróttarar eru níu stigum frá öruggu sæti þegar níu stig eru í pottinum og þurfa því á kraftaverki að halda ef þeir ætla sér að spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Það tók topplið Fram aðeins sjö mínútur að brjóta ísinn gegn Gróttu, en það var Þórir Guðjónsson sem kom heimamönnum yfir. Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald eftir tæplega hálftíma leik og Framarar þurftu því að spila manni færri í rúman klukkutíma. Gabríel Hrannar Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Gróttu þegar um 20 mínútur voru til leiksloka, en Haraldur Einar Ásgrímsson tryggði Fram 2-1 sigur á 81. mínútu. Selfyssingar tryggðu sæti sitt í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingum frá Ólafsvík, og felldu Víkinga í leiðinni. Valdimar Jóhansson kom Selfyssingum yfir eftir hálftíma leik og Aron Einarsson og Gary Martin tryggðu sigurinn með sitthvoru markinu í seinni hálfleik. Hvorki Þór frá Akureyri né Fjölnismenn náðu að finna netmöskvana þegar að liðin mættust fyrir norðan í dag. Mikilvægt stig fyrir Þórsara sem eru nú hársbreidd frá því að tryggja sæti sitt í deildinni.
Lengjudeild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira