Þolkappreið yfir hálendið frá Skagafirði til Þingvalla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2021 15:08 Hermann hafði mjög gaman af keppninni og hvetur til þess að fleiri slíkar keppnir verði haldnar. Landssamband hestamanna Íslenski hesturinn sannaði enn og aftur hversu magnaður hann er í fjögurra daga þolkappreiða keppni yfir hálendið, sem lauk í gær. Hver knapi reið um 70 kílómetra á dag, tveir Íslendingar og tveir útlendingar. Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar Landbúnaður Hestar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar
Landbúnaður Hestar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira