Gustað hefur um landsliðið undanfarna daga vegna umræðu um ofbeldismál leikmanna þess og getuleysi KSÍ til að taka á þeim. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ eru hætt og tvær breytingar voru gerðar á landsliðshópnum.
Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í hópnum tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.
Landsliðið undirbýr sig nú fyrir leiki gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM og önnur æfing þess fyrir leikina fór fram á Laugardalsvelli í hádeginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, af æfingunni.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson situr fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Vísi.







