Blýblandað bensín heyrir sögunni til Heimsljós 1. september 2021 12:12 Frá Tjad UN News/Daniel Dickinson Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur verið í forystu í baráttunni fyrir blýlausu bensíni. „Sögu blýs í bensíni er lokið. Þökk sé samvinnu ríkisstjórna í þróunarríkjum, þúsunda fyrirtækja og milljóna óbreyttra borgara,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í frétt frá Upplýsingaskrifstofu samtakanna (UNRIC) segir að tuttugu ára herferð til að útrýma blýi í bensíni sé lokið með frábærum árangri. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur verið í forystu í baráttunni fyrir blýlausu bensíni. „Talið er að 2,45 trilljónir Bandaríkjadala hafi sparast við að losna við blýið úr bensíninu,“ segir í frétt UNRIC en áhrifin á heilsu fólks skipti þó mestu máli. „Að binda enda á blýnotkun í bensíni mun koma í veg fyrir eina milljón snemmbærra dauðsfalla á ári vegna hjartasjúkdóma, heilablóðfalla og krabbameins,“ er haft eftir Guterres. Inger Andersen forstjóri UNEP tekur í sama streng. „Í heila öld átti blýið sök á dauðsföllum og veikindum. Þetta hefur haft áhrif á hundruð miilljóna manna og skaðað umhverfið um heim allan.“ Sögu blýsins lauk í Alsír „Síðasta bensínstöð sem bauð upp á blýauðgað bensín var í Alsír og hún hætti sölu þess í júlí. Bifreiðar höfðu verið knúðar með blýríku bensíni frá því 1922. Þá var farið að blanda tetraetýlblýi í bensín til að auka vélarafl. Þegar leið fram á áttunda áratug síðustu aldar innihélt næstum allt bensín í heiminum blý. Flest auðug ríki höfðu bannað blý-bensín þegar leið á níunda áratuginn. Langflest meðal- eða lágtekjuríki notuðu það hins vegar enn árið 2002. Það ár hóf UNEP ásamt samstarfsaðilum sínum í opinbera- og einkageiranum herferð til að binda enda á blýnotkun,“ segir í frétt UNRIC. „Það er stórkostleg staðreynd að bandalagi ríkisstjórna, fyrirtækja og borgaralegs samfélags með Sameinuðu þjóðirnar að bakhjarli hafi tekist að losa heiminn við eitrað eldsneyti. Þetta er til marks um að hægt er að lyfta grettistaki með fjölþjóða samstarfi í þágu hreinni og grænni framtíðar,“ segir Inger Andersen. Nánar á vef UNEP Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Alsír Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent
„Sögu blýs í bensíni er lokið. Þökk sé samvinnu ríkisstjórna í þróunarríkjum, þúsunda fyrirtækja og milljóna óbreyttra borgara,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í frétt frá Upplýsingaskrifstofu samtakanna (UNRIC) segir að tuttugu ára herferð til að útrýma blýi í bensíni sé lokið með frábærum árangri. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur verið í forystu í baráttunni fyrir blýlausu bensíni. „Talið er að 2,45 trilljónir Bandaríkjadala hafi sparast við að losna við blýið úr bensíninu,“ segir í frétt UNRIC en áhrifin á heilsu fólks skipti þó mestu máli. „Að binda enda á blýnotkun í bensíni mun koma í veg fyrir eina milljón snemmbærra dauðsfalla á ári vegna hjartasjúkdóma, heilablóðfalla og krabbameins,“ er haft eftir Guterres. Inger Andersen forstjóri UNEP tekur í sama streng. „Í heila öld átti blýið sök á dauðsföllum og veikindum. Þetta hefur haft áhrif á hundruð miilljóna manna og skaðað umhverfið um heim allan.“ Sögu blýsins lauk í Alsír „Síðasta bensínstöð sem bauð upp á blýauðgað bensín var í Alsír og hún hætti sölu þess í júlí. Bifreiðar höfðu verið knúðar með blýríku bensíni frá því 1922. Þá var farið að blanda tetraetýlblýi í bensín til að auka vélarafl. Þegar leið fram á áttunda áratug síðustu aldar innihélt næstum allt bensín í heiminum blý. Flest auðug ríki höfðu bannað blý-bensín þegar leið á níunda áratuginn. Langflest meðal- eða lágtekjuríki notuðu það hins vegar enn árið 2002. Það ár hóf UNEP ásamt samstarfsaðilum sínum í opinbera- og einkageiranum herferð til að binda enda á blýnotkun,“ segir í frétt UNRIC. „Það er stórkostleg staðreynd að bandalagi ríkisstjórna, fyrirtækja og borgaralegs samfélags með Sameinuðu þjóðirnar að bakhjarli hafi tekist að losa heiminn við eitrað eldsneyti. Þetta er til marks um að hægt er að lyfta grettistaki með fjölþjóða samstarfi í þágu hreinni og grænni framtíðar,“ segir Inger Andersen. Nánar á vef UNEP Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Alsír Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent