Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2021 18:43 Jóhanna Helga Jensdóttir ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. vísir/Vilhelm Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira