Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. september 2021 11:59 Skaftárhlaup Vísir/RAX Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. „Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
„Hlaupið er ekki ennþá byrjað að sjást við Sveinstind. Það er á leiðinni undan jökli í þessum töluðu orðum en við búumst ekki við því að sjá það við Sveinstind fyrr en síðar í dag,“ sagði Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands rétt fyrir hádegisfréttir í dag. Hún segir að miðað við fyrr hlaup megi gera ráð fyrir því að hlaupið nái hámarki við Sveinstind rúmum 30 klukkustundum eftir það. „Svo berst hlaupið niður ánna og er þá u.þ.b. tíu klukkustundir að ná að þjóðveginum,“ segir Hulda Rós. Hulda segir mögulegt að hlaupið fari yfir þjóðveg 1 við Eldvatn í Ásum. „Það er ekki útilokað að það gerist. Það er náttúrulega búið að hlaupa úr vestari- katlinum og það eru pollar við veginn sem þýðir að vatnið er ekki að svo auðveldlega að hripast niður jarðveginn. Þannig að það getur verið að það fari yfir þjóðveginn,“ segir Hulda. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi almannavarna vegna Skaftárhlaups í gær en síðustu daga hefur líka hlaupið úr Vestari Skaftárkatli. Björn Ingi Jónsson er verkefnisstjóri Almannavarna á Suðurlandi. „Það er nóg vatn fyrir á svæðinu svo bætist næsta hlaup við þannig að við reiknum með hlaupi sem er rúmlega það sem var 2018,“ segir Björn Ingi. Björn segir að fari hlaupið yfir þjóðveginn sé hjáleið á svæðinu. „Þarna á svæðinu höfum við hjáleið niður í Meðalland og við erum komin með sólarhringsvakt til að fylgjast með því,“ segir hann. Hann segir að farið verði í lokanir og hugsanlegar rýmingar á svæðinu í dag. „Við förum í þessar aðgerðir til að koma í veg fyrir að fólk verði innlyksa á svæðinu. Við höfum daginn í dag til þess að vinna að því að koma fólki af svæði sem er ekki öruggt,“ segir Björn. Hann segir að Almannavarnir sendi frá sér kort með lokunum á svæðinu á næstu klukkustundum.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54
Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. 5. september 2021 20:01