Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 12:32 Þorsteinn Gunnarsson hefur starfað hjá Útlendingastofnun frá árinu 2007. Vísir Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. Nýlega var greint var frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi skipað Þorstein í stöðuna en hann var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL) og hefur lengi stafað hjá stofnuninni. „Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. „Með þessu er grafið undan grunnstoðum lýðræðislegs réttarríkis og réttarvitund þegna þess.“ Umboðsmaður Alþingis hvattur til að skoða málið Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Félag hernaðarandstæðinga, Félagið Ísland-Palestína, No Borders Iceland, Röskva – samtök félagshyggjufólks við HÍ, Vaka - hagsmunafélag stúdenta, Samtökin '78, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Skorar hópurinn á dómsmálaráðherra að gera grein fyrir skipun hæfnisnefndar, niðurstöðum hennar og birta öll gögn úr skipunarferlinu, samskipti og ferla. Þá er Umboðsmaður Alþingis hvattur til að fara í frumkvæðisathugun á umræddri skipun með sérstaka áherslu á traustssjónarmið. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, einkum hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga hér á landi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Framkvæmd úrskurða nefndarinnar er í höndum Útlendingastofnunar og Ríkislögreglustjóra. Óttast harða stefnu Í yfirlýsingunni er Þorsteinn sagður hafa verið forsvari fyrir aðgerðir Útlendingastofnunar gegn fólki á flótta síðasta áratug. Þá er vísað til nýlegra dæma um brottvísun hælisleitenda úr viðkvæmum hópum og ákvörðunar Útlendingastofnunar að fella niður þjónustu flóttamanna sem neituðu að undirgangast Covid-próf. Sú aðgerð var síðar úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. „Vegna fyrri starfa sinna verður Þorsteinn sjálfkrafa vanhæfur í flestum málum í það minnsta fyrstu 3-4 mánuðina í starfi, ef ekki lengur,“ segir hópurinn og vísar til mála sem Þorsteinn hefur átt aðkomu að í störfum sínum hjá Útlendingastofnun. Hann hóf þar störf sem lögfræðingur árið 2007 og tók við forstöðu hælissviðs stofnunarinnar árið 2008. Þá var hann sviðsstjóri leyfasviðs frá 2011, ásamt því að vera staðgengill forstjóra. Frá 2016 hefur hann starfað sem sviðsstjóri verndarsviðs og staðgengill forstjóra. Frá október 2019 til 31. mars 2020 var Þorsteinn settur forstjóri Útlendingastofnunar. Óttast hópurinn að með skipun hans í stöðu formanns nefndarinnar megi búast við að flóttamenn muni „halda áfram að finna fyrir harðri stefnu Þorsteins næstu fimm ár.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem Vöku vantaði á lista stuðningsaðila sem birtist í upphaflegri fréttatilkynningu frá hópnum. Aðilar sem skrifa undir yfirlýsinguna Anna Lára Steindal Elinóra Guðmundsdóttir Félag hernaðarandstæðinga Félagið Ísland-Palestína Hallgrímur Helgason, rithöfundur Isold Uggadottir, kvikmyndagerðarkona Ísland-Kúrdistan félagið No Borders Iceland Norðdahl lögmannsstofa Rauða Regnhlífin Red Umbrella Iceland Refugees in Iceland Réttur Barna á Flótta Röskva - stúdentahreyfing- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Samtökin '78 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Stelpur Rokka Tabú, feminísk fötlunarhreyfing Trans Ísland Vaka - hagsmunafélag stúdenta Q - félag hinsegin stúdenta / Q - Queer Student Association Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri. 27. ágúst 2021 16:53 Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29. ágúst 2021 13:08 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Nýlega var greint var frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi skipað Þorstein í stöðuna en hann var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL) og hefur lengi stafað hjá stofnuninni. „Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. „Með þessu er grafið undan grunnstoðum lýðræðislegs réttarríkis og réttarvitund þegna þess.“ Umboðsmaður Alþingis hvattur til að skoða málið Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Félag hernaðarandstæðinga, Félagið Ísland-Palestína, No Borders Iceland, Röskva – samtök félagshyggjufólks við HÍ, Vaka - hagsmunafélag stúdenta, Samtökin '78, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Skorar hópurinn á dómsmálaráðherra að gera grein fyrir skipun hæfnisnefndar, niðurstöðum hennar og birta öll gögn úr skipunarferlinu, samskipti og ferla. Þá er Umboðsmaður Alþingis hvattur til að fara í frumkvæðisathugun á umræddri skipun með sérstaka áherslu á traustssjónarmið. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, einkum hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga hér á landi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Framkvæmd úrskurða nefndarinnar er í höndum Útlendingastofnunar og Ríkislögreglustjóra. Óttast harða stefnu Í yfirlýsingunni er Þorsteinn sagður hafa verið forsvari fyrir aðgerðir Útlendingastofnunar gegn fólki á flótta síðasta áratug. Þá er vísað til nýlegra dæma um brottvísun hælisleitenda úr viðkvæmum hópum og ákvörðunar Útlendingastofnunar að fella niður þjónustu flóttamanna sem neituðu að undirgangast Covid-próf. Sú aðgerð var síðar úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. „Vegna fyrri starfa sinna verður Þorsteinn sjálfkrafa vanhæfur í flestum málum í það minnsta fyrstu 3-4 mánuðina í starfi, ef ekki lengur,“ segir hópurinn og vísar til mála sem Þorsteinn hefur átt aðkomu að í störfum sínum hjá Útlendingastofnun. Hann hóf þar störf sem lögfræðingur árið 2007 og tók við forstöðu hælissviðs stofnunarinnar árið 2008. Þá var hann sviðsstjóri leyfasviðs frá 2011, ásamt því að vera staðgengill forstjóra. Frá 2016 hefur hann starfað sem sviðsstjóri verndarsviðs og staðgengill forstjóra. Frá október 2019 til 31. mars 2020 var Þorsteinn settur forstjóri Útlendingastofnunar. Óttast hópurinn að með skipun hans í stöðu formanns nefndarinnar megi búast við að flóttamenn muni „halda áfram að finna fyrir harðri stefnu Þorsteins næstu fimm ár.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem Vöku vantaði á lista stuðningsaðila sem birtist í upphaflegri fréttatilkynningu frá hópnum. Aðilar sem skrifa undir yfirlýsinguna Anna Lára Steindal Elinóra Guðmundsdóttir Félag hernaðarandstæðinga Félagið Ísland-Palestína Hallgrímur Helgason, rithöfundur Isold Uggadottir, kvikmyndagerðarkona Ísland-Kúrdistan félagið No Borders Iceland Norðdahl lögmannsstofa Rauða Regnhlífin Red Umbrella Iceland Refugees in Iceland Réttur Barna á Flótta Röskva - stúdentahreyfing- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Samtökin '78 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Stelpur Rokka Tabú, feminísk fötlunarhreyfing Trans Ísland Vaka - hagsmunafélag stúdenta Q - félag hinsegin stúdenta / Q - Queer Student Association
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri. 27. ágúst 2021 16:53 Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29. ágúst 2021 13:08 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri. 27. ágúst 2021 16:53
Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29. ágúst 2021 13:08