Átján sýrlenskir flóttamenn komu til landsins í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 18:20 Sýrlensk börn í flóttamannabúðum í Líbanon. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins. „Þetta er annað hvort fólk sem hefur verið í flóttamannabúðum í Líbanon eða verið á eigin vegum. Flestir hafa búið við slæmar aðstæður og haft litla möguleika á því að vinna eða afla sér menntunar og krakkarnir hafa verið mislengi í skóla miðað við aldur,“ segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Fjölmenningarsetur og Rauði krossinn á Íslandi taka á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli og fara með þær á farsóttahótel. Þar munu þær dvelja næstu fimm daga áður en þær fara til Reykjavíkur, Hafnafjarðar, Árborgar og Akureyrar. Sveitarfélögin sjá meðal annars um að veita fólkinu húsnæði en Rauði krossinn útvegar stuðningsaðila og býður upp á ýmsan sálfélagslegan stuðning. Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.Rauði krossinn Koma inn í nýtt móttökukerfi „Þau taka sér fyrstu vikurnar í að koma sér inn í samfélagið, sem tekur alltaf svolítinn tíma. Svo fara krakkar í grunnskóla í sínum hverfum og aðrir í nýtt samfélagsfræðsluprógram á vegum Vinnumálastofnunar og íslenskunám,“ segir Nína. Um er að ræða fyrstu kvótaflóttamennina sem koma inn í nýtt samræmt móttökukerfi stjórnvalda. Með breytingunni er öllu flóttafólki boðið upp á sambærilega þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum og fá vernd hér á landi. Nína segir það von allra sem komi að móttöku flóttafólks að nýja kerfið komi til með að bæta og auðvelda ferlið. „Að þetta verði ekki bara einhver risastór átaksverkefni á einu sinni á ári þegar 50 til 70 manns koma heldur verði þetta eðlilegur hluti af því að sveitarfélögin og Rauði krossinn taki á móti og styðji við flóttafólk sem sest að á Íslandi.“ Von á fleirum á næstu mánuðum Til viðbótar við hópinn sem kemur í dag og á morgun er von á tveimur sýrlenskum fjölskyldum á næstu vikum sem koma á grundvelli fjölskyldusameiningar. Um er að ræða átta einstaklinga en mál þeirra fóru í bið þegar fjölskyldusamsetning þeirra breyttist eftir að farið var yfir mál þeirra á sínum tíma. Þá koma 20 Afganar til landsins þann 12. október sem hafa dvalið í Íran og hópur frá Kenía síðar á þessu ári. Átti allur þessi hópur upphaflega að koma í fyrra og við bætist það flóttafólk stjórnvöld hafa boðið til Íslands á yfirstandandi ári. Nína hvetur Íslendinga til að taka nýbúunum vel og jafnvel bjóða fram aðstoð sína. „Þetta eru tímabundnar erfiðar aðstæður sem við getum svo vel aðstoðað fólk við að komast í gegnum og ég hvet fólk til að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er mjög gefandi verkefni að kynnast fólki annars staðar frá og aðstoða þau við fyrstu skrefin. Okkur vantar líka sjálfboða.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Sýrland Tengdar fréttir Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Þetta er annað hvort fólk sem hefur verið í flóttamannabúðum í Líbanon eða verið á eigin vegum. Flestir hafa búið við slæmar aðstæður og haft litla möguleika á því að vinna eða afla sér menntunar og krakkarnir hafa verið mislengi í skóla miðað við aldur,“ segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Fjölmenningarsetur og Rauði krossinn á Íslandi taka á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli og fara með þær á farsóttahótel. Þar munu þær dvelja næstu fimm daga áður en þær fara til Reykjavíkur, Hafnafjarðar, Árborgar og Akureyrar. Sveitarfélögin sjá meðal annars um að veita fólkinu húsnæði en Rauði krossinn útvegar stuðningsaðila og býður upp á ýmsan sálfélagslegan stuðning. Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.Rauði krossinn Koma inn í nýtt móttökukerfi „Þau taka sér fyrstu vikurnar í að koma sér inn í samfélagið, sem tekur alltaf svolítinn tíma. Svo fara krakkar í grunnskóla í sínum hverfum og aðrir í nýtt samfélagsfræðsluprógram á vegum Vinnumálastofnunar og íslenskunám,“ segir Nína. Um er að ræða fyrstu kvótaflóttamennina sem koma inn í nýtt samræmt móttökukerfi stjórnvalda. Með breytingunni er öllu flóttafólki boðið upp á sambærilega þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum og fá vernd hér á landi. Nína segir það von allra sem komi að móttöku flóttafólks að nýja kerfið komi til með að bæta og auðvelda ferlið. „Að þetta verði ekki bara einhver risastór átaksverkefni á einu sinni á ári þegar 50 til 70 manns koma heldur verði þetta eðlilegur hluti af því að sveitarfélögin og Rauði krossinn taki á móti og styðji við flóttafólk sem sest að á Íslandi.“ Von á fleirum á næstu mánuðum Til viðbótar við hópinn sem kemur í dag og á morgun er von á tveimur sýrlenskum fjölskyldum á næstu vikum sem koma á grundvelli fjölskyldusameiningar. Um er að ræða átta einstaklinga en mál þeirra fóru í bið þegar fjölskyldusamsetning þeirra breyttist eftir að farið var yfir mál þeirra á sínum tíma. Þá koma 20 Afganar til landsins þann 12. október sem hafa dvalið í Íran og hópur frá Kenía síðar á þessu ári. Átti allur þessi hópur upphaflega að koma í fyrra og við bætist það flóttafólk stjórnvöld hafa boðið til Íslands á yfirstandandi ári. Nína hvetur Íslendinga til að taka nýbúunum vel og jafnvel bjóða fram aðstoð sína. „Þetta eru tímabundnar erfiðar aðstæður sem við getum svo vel aðstoðað fólk við að komast í gegnum og ég hvet fólk til að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er mjög gefandi verkefni að kynnast fólki annars staðar frá og aðstoða þau við fyrstu skrefin. Okkur vantar líka sjálfboða.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Sýrland Tengdar fréttir Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38
Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22