102 sm hausthængur í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2021 09:51 Rögnvaldur með 102 laxinn sem hann veiddi í Fitjá Haustið er tíminn sem stóru hængarnir fara á stjá og þrátt fyrir að veiðitölur séu víða undir væntingum eru veiðimenn eng að síður duglegir við bakkann að leita að þeim stóra. Það er einstakt að veiða á haustin á Íslandi þegar hængarnir verða grimmir og vernda hrygningarsvæði og dömurnar sínar. Það er oft talað um að þeir fari þá fyrst að verða mjög tökuglaðir og þá reynir á kunnáttu veiðimanna. Rögnvaldur Örn Jónsson fyrrum stjórnarmaður í SVFR hefur sett í og landað nokkrum vænum löxum í gegnum tíðina og var að bæta einum til viðbótar á listann í gær. Hann var að ljúka veiðum í Víðidalsá og á síðasta klukkutímanum setti hann í og landaði glæsilegum 102 sm laxa í Fitjá, nánar tiltekið í Laxakvörn. Víðidalsá hefur verið frekar róleg í sumar en það hlýtur að kveikja aðeins í þeim sem eiga daga þar framundan að vita til þess að þessir stóru eru komnir á stjá. Víðidalsá er einmitt ein af þeim ám sem oftar en ekki getur gefir nokkra slíka á hverju hausti. Til lukku með þennan glæsilega lax Rögnvaldur. Stangveiði Húnavatnshreppur Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði
Það er einstakt að veiða á haustin á Íslandi þegar hængarnir verða grimmir og vernda hrygningarsvæði og dömurnar sínar. Það er oft talað um að þeir fari þá fyrst að verða mjög tökuglaðir og þá reynir á kunnáttu veiðimanna. Rögnvaldur Örn Jónsson fyrrum stjórnarmaður í SVFR hefur sett í og landað nokkrum vænum löxum í gegnum tíðina og var að bæta einum til viðbótar á listann í gær. Hann var að ljúka veiðum í Víðidalsá og á síðasta klukkutímanum setti hann í og landaði glæsilegum 102 sm laxa í Fitjá, nánar tiltekið í Laxakvörn. Víðidalsá hefur verið frekar róleg í sumar en það hlýtur að kveikja aðeins í þeim sem eiga daga þar framundan að vita til þess að þessir stóru eru komnir á stjá. Víðidalsá er einmitt ein af þeim ám sem oftar en ekki getur gefir nokkra slíka á hverju hausti. Til lukku með þennan glæsilega lax Rögnvaldur.
Stangveiði Húnavatnshreppur Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði