Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. september 2021 07:01 Mercedes-EQ, EQE V295 Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Nýr EQE líkist mjög hinum stóra lúxusbíl EQS, sem frumsýndur var fyrr í sumar og er ekki leiðum að líkjast. EQE er eins og EQS fagurlega hannaður að innan sem utan og búinn miklum lúxus og þægindum í anda Mercedes-Benz. EQE er einnig hátæknivæddur bíll með allt það nýjasta í afþreyingu, akstursstoðkerfum og öryggisbúnaði frá þýska lúxusbílaframleiðandanum. MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfi Mercedes-Benz staðalbúnaður í EQE. Í innanrýminu er 12,8 tommu OLED skjá og Hyperscreen, skjár sem teygir sig alla breidd mælaborðsins, er fáanlegur sem aukabúnaður. Nýr EQE 350 er útbúinn 90 kWst rafhlöðu og drægni bílsins er allt að 660 km samkvæmt WLTP staðal. EQE verður í boði með afturhjóladrifi og fjórhjóladrifi. EQE er aflmikill bíll og rafhlaðan skilar bílnum 250 hestöflum og 530 Nm í togi. EQE er væntanlegur síðar í 600 hestafla AMG ofurútgáfu. EQE er smíðaður á tveimur stöðum í heiminum, í verksmiðju Mercedes-Benz í Bremen í Þýskalandi og Bejing í Kína fyrir Asíumarkað. EQE verður kynntur hér á landi hjá Bílaumboðinu Öskju næsta vor og fjórhjóladrifsútgáfa bílsins verður væntanleg næsta haust. Mercedes-EQ, EQE EQE er 4.994 mm á lengd, 1.961 mm á breidd, 1.521 mm á hæð og hann er með 3.122 mm hjólhaf sem er sérlega langt. Farangursrými EQE er 430 lítrar. Fleiri bílar frá Mercedes-Benz verða afhjúpaðir á bílasýningunni í München, eins og EQS 53 AMG, Mercedes-Maybach EQS SUV Concept og síðast en ekki síst Concept EQG, rafvædda útgáfan af hinum magnaða G-Class sem enn er á hugmyndastigi. Þá verður Evrópuútgáfa af EQB frumsýnd, en þar er um að ræða glæsilegan, rafdrifinn, 7 manna fjölskyldujeppling. Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Nýr EQE líkist mjög hinum stóra lúxusbíl EQS, sem frumsýndur var fyrr í sumar og er ekki leiðum að líkjast. EQE er eins og EQS fagurlega hannaður að innan sem utan og búinn miklum lúxus og þægindum í anda Mercedes-Benz. EQE er einnig hátæknivæddur bíll með allt það nýjasta í afþreyingu, akstursstoðkerfum og öryggisbúnaði frá þýska lúxusbílaframleiðandanum. MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfi Mercedes-Benz staðalbúnaður í EQE. Í innanrýminu er 12,8 tommu OLED skjá og Hyperscreen, skjár sem teygir sig alla breidd mælaborðsins, er fáanlegur sem aukabúnaður. Nýr EQE 350 er útbúinn 90 kWst rafhlöðu og drægni bílsins er allt að 660 km samkvæmt WLTP staðal. EQE verður í boði með afturhjóladrifi og fjórhjóladrifi. EQE er aflmikill bíll og rafhlaðan skilar bílnum 250 hestöflum og 530 Nm í togi. EQE er væntanlegur síðar í 600 hestafla AMG ofurútgáfu. EQE er smíðaður á tveimur stöðum í heiminum, í verksmiðju Mercedes-Benz í Bremen í Þýskalandi og Bejing í Kína fyrir Asíumarkað. EQE verður kynntur hér á landi hjá Bílaumboðinu Öskju næsta vor og fjórhjóladrifsútgáfa bílsins verður væntanleg næsta haust. Mercedes-EQ, EQE EQE er 4.994 mm á lengd, 1.961 mm á breidd, 1.521 mm á hæð og hann er með 3.122 mm hjólhaf sem er sérlega langt. Farangursrými EQE er 430 lítrar. Fleiri bílar frá Mercedes-Benz verða afhjúpaðir á bílasýningunni í München, eins og EQS 53 AMG, Mercedes-Maybach EQS SUV Concept og síðast en ekki síst Concept EQG, rafvædda útgáfan af hinum magnaða G-Class sem enn er á hugmyndastigi. Þá verður Evrópuútgáfa af EQB frumsýnd, en þar er um að ræða glæsilegan, rafdrifinn, 7 manna fjölskyldujeppling.
Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent