Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar“ Þorgils Jónsson skrifar 12. september 2021 16:44 Jóhannes Loftsson er formaður Ábyrgrar framtíðar. Hann er ósáttur við að framboðslista flokksins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi. Vísir/Einar Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes spyr í pistli á Facebooksíðu sinni hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt“. Hann segir að kjörstjórn hafi tilkynnt honum í gærmorgun að 70 undirskriftir hafi vantað uppá lágmarksmeðmælendafjölda og hann fengi frest til kl. 14, sem var um þrjár og hálf klukkustund. Suðurkjördæmi er víðfeðmt, frá Sandgerði í vestri, austur að Höfn í Hornafirði, og segir Jóhannes að fyrir utan meinta tæknilega ágalla á kerfinu, hafi þessi frestur gert ómögulegt að ná til íbúa í fjarlægustu byggðarlögum til að safna undirskriftum á blað. Þar með væri ekki að sjá „að jafngildissjónarmiðum gagnvart kjósendum kjördæmisins hafi verið fylgt.“ Mörg meðmæli sem þau hafi safnað á pappír hafi ekki komist til skila og mörg rafræn meðmæli „blokkuð af gölluðu tölvukerfi“ sem sé óboðlegt í lýðræðissamfélagi. Jóhannes bætir við: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar.“ Alþingiskosningar 2021 Ábyrg framtíð Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Jóhannes spyr í pistli á Facebooksíðu sinni hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt“. Hann segir að kjörstjórn hafi tilkynnt honum í gærmorgun að 70 undirskriftir hafi vantað uppá lágmarksmeðmælendafjölda og hann fengi frest til kl. 14, sem var um þrjár og hálf klukkustund. Suðurkjördæmi er víðfeðmt, frá Sandgerði í vestri, austur að Höfn í Hornafirði, og segir Jóhannes að fyrir utan meinta tæknilega ágalla á kerfinu, hafi þessi frestur gert ómögulegt að ná til íbúa í fjarlægustu byggðarlögum til að safna undirskriftum á blað. Þar með væri ekki að sjá „að jafngildissjónarmiðum gagnvart kjósendum kjördæmisins hafi verið fylgt.“ Mörg meðmæli sem þau hafi safnað á pappír hafi ekki komist til skila og mörg rafræn meðmæli „blokkuð af gölluðu tölvukerfi“ sem sé óboðlegt í lýðræðissamfélagi. Jóhannes bætir við: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar.“
Alþingiskosningar 2021 Ábyrg framtíð Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira