Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 14. september 2021 07:01 Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Alþjóðlega jafnréttisskólans. Íbúar í höfuðborginni Kabúl reyna að komast í banka til að taka út reiðufé 12. september síðastliðinn. Aðsend/AP Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. Þar af eru tveir fyrrverandi nemendur Alþjóðlegs jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem komu hingað í boði stjórnvalda ásamt fjölskyldu, alls sex einstaklingar. Þrír aðrir nemendur eru enn fastir í Afganistan og er einn þeirra talinn vera í sérstakri hættu. Stjórnvöld hafa hjálpað fimmtán einstaklingum að komast frá Afganistan sem eru ýmist með dvalarleyfi eða íslenskan ríkisborgararétt og fjórum á grundvelli fjölskyldusameiningar, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Átta aðrir Afganar sem falla ekki undir viðmið ríkisstjórnarinnar eru komnir til Íslands og hafa sótt um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun. Flókið að koma fólkinu til Íslands Ríkisstjórnin tilkynnti þann 24. ágúst að til stæði að taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna ástandsins sem skapaðist í landinu eftir valdatöku Talibana. Strax var ljóst í upphafi að stór áskorun yrði að koma fólkinu til Íslands og hefur erfiðlega gengið að ná í mörg þeirra sem stjórnvöld vilja bjóða hæli. Meðal þeirra hópa sem tilgreindir eru í tillögum flóttamannanefndar eru fyrrverandi nemendur við áðurnefndan jafnréttisskóla sem starfræktur er á Íslandi, starfsfólk sem vann með og fyrir Atlantshafsbandalagið og Afganar sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Nemendur við jafnréttisskólann hitta forsetahjónin í maí árið 2020. Yfir 150 hafa útskrifast úr náminu hvaðanæva að úr heiminum.GEST Barist fyrir kvenréttindum Áfram er reynt að koma fyrrverandi nemendum jafnréttisskólans til Íslands. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður skólans, hefur sérstakar áhyggjur af afganskri konu sem var hér árið 2009 og hefur meðal annars starfað fyrir alþjóðastofnanir á borð við UN Women og Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna (USAID). „Hún hefur líka unnið fyrir innlend félagasamtök, í kvennamálaráðuneytinu og beitt sér fyrir bættri stöðu kvenna og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, menntun og aðkomu að ákvarðanatöku.“ Konan, sem er læknismenntuð, er nú í felum. Hún er í reglulegum samskiptum við Irmu en eyðir öllum skilaboðum jafnóðum til að reyna að hylja slóð sína og hefur breytt nafni sínu á samfélagsmiðlum. Mikil ringulreið ríkti á alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni Kabúl eftir að Talibanar komust til valda í landinu í ágúst. Lítið hefur verið um alþjóðaflug eftir að loftbrú Vesturlanda lokaðist og erlent herlið yfirgaf landið um síðustu mánaðamót. Eftir það hefur reynst erfitt fyrir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins að aðstoða fólk við að komast úr landinu. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Alþjóðlega jafnréttisskólans.Aðsend Skildu tveggja mánaða gamlan son sinn eftir Nýverið var greint frá því að hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosuf, sem flúðu frá Afganistan til Íslands, hafi þurft að skilja tveggja mánaða son sinn Arsalan eftir í landinu. Zeba stundaði nám við jafnréttisskólann og lýsti í samtali við Morgunblaðið þeim erfiðu aðstæðum sem mættu hjónunum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Í miðjum troðningnum missti Arsalan meðvitund vegna súrefnisskorts og var hann skilinn eftir hjá ættingjum nærri flugvellinum á meðan foreldrarnir reyndu að tryggja sér far úr landi. Irma vonar innilega að ungu hjónin þurfi ekki að bíða lengi eftir því að sjá son sinn. „Við fylgjumst með því hvernig verður hægt að koma þessu barni til þeirra sem verður örugglega ekki einfalt.“ „Til þess að einhver geti komið með það hingað þá er mér sagt að það þurfi að eiga sér stað einhver formlegt ferli um fjölskyldusameiningu. Ég vona að það verði tekið tillit til þess að þetta gerðist allt við mjög sérstakar aðstæður þar sem við komum að því að aðstoða þau.“ Dvelja í búsetuúrræði Útlendingastofnunar og bíða eftir að fá formlegt hæli Hinn nemandi Jafnréttisskólans sem er nú á Íslandi kom með maka sínum og tveggja og níu ára gömlum börnum. Báðar fjölskyldurnar dvelja nú í búsetuúrræði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði og bíða afgreiðslu sinna mála þrátt fyrir að vera hér í boði stjórnvalda. Irma segir að það skipti miklu máli fyrir líðan þeirra að málin verði afgreidd hratt og þau geti byrjað sem fyrst að koma undir sig fótunum. Frá flugvellinum í Kabúl fyrir brotthvarf erlends herliðs.AP/LANDGÖNGULIÐ BANDARÍKJANNA „Það var mjög erfitt að komast inn á þennan flugvöll. Þetta voru skelfilegar aðstæður, fólk tróðst undir og þau voru í lífshættu með lítil börn svo það þarf að vinna úr því áfalli. Svo hefur auðvitað öllu verið kippt undan þeim: Lífi, vinnu, fjölskyldutengslum og öllu og þau eru hér ein í þessari biðstöðu sem er auðvitað erfið. Þau hafa þurft að þola erfiða hluti og ég vonast til þess að þessar stofnanir sem hafi með þeirra mál að gera afgreiði þeirra mál hratt og vel.“ Ekki stendur þeim til boða að fara í nám, vinnu eða koma börnunum í skóla fyrr en þau eru komin með formlegt hæli hér á landi. „Það er auðvitað erfitt að vita af þeim í þeirri stöðu, að þau séu bara í litlum herbergjum að bíða,“ segir Irma. Flóttafólk á Íslandi Afganistan Flóttamenn Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Þar af eru tveir fyrrverandi nemendur Alþjóðlegs jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna sem komu hingað í boði stjórnvalda ásamt fjölskyldu, alls sex einstaklingar. Þrír aðrir nemendur eru enn fastir í Afganistan og er einn þeirra talinn vera í sérstakri hættu. Stjórnvöld hafa hjálpað fimmtán einstaklingum að komast frá Afganistan sem eru ýmist með dvalarleyfi eða íslenskan ríkisborgararétt og fjórum á grundvelli fjölskyldusameiningar, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Átta aðrir Afganar sem falla ekki undir viðmið ríkisstjórnarinnar eru komnir til Íslands og hafa sótt um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun. Flókið að koma fólkinu til Íslands Ríkisstjórnin tilkynnti þann 24. ágúst að til stæði að taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna ástandsins sem skapaðist í landinu eftir valdatöku Talibana. Strax var ljóst í upphafi að stór áskorun yrði að koma fólkinu til Íslands og hefur erfiðlega gengið að ná í mörg þeirra sem stjórnvöld vilja bjóða hæli. Meðal þeirra hópa sem tilgreindir eru í tillögum flóttamannanefndar eru fyrrverandi nemendur við áðurnefndan jafnréttisskóla sem starfræktur er á Íslandi, starfsfólk sem vann með og fyrir Atlantshafsbandalagið og Afganar sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Nemendur við jafnréttisskólann hitta forsetahjónin í maí árið 2020. Yfir 150 hafa útskrifast úr náminu hvaðanæva að úr heiminum.GEST Barist fyrir kvenréttindum Áfram er reynt að koma fyrrverandi nemendum jafnréttisskólans til Íslands. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður skólans, hefur sérstakar áhyggjur af afganskri konu sem var hér árið 2009 og hefur meðal annars starfað fyrir alþjóðastofnanir á borð við UN Women og Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna (USAID). „Hún hefur líka unnið fyrir innlend félagasamtök, í kvennamálaráðuneytinu og beitt sér fyrir bættri stöðu kvenna og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, menntun og aðkomu að ákvarðanatöku.“ Konan, sem er læknismenntuð, er nú í felum. Hún er í reglulegum samskiptum við Irmu en eyðir öllum skilaboðum jafnóðum til að reyna að hylja slóð sína og hefur breytt nafni sínu á samfélagsmiðlum. Mikil ringulreið ríkti á alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni Kabúl eftir að Talibanar komust til valda í landinu í ágúst. Lítið hefur verið um alþjóðaflug eftir að loftbrú Vesturlanda lokaðist og erlent herlið yfirgaf landið um síðustu mánaðamót. Eftir það hefur reynst erfitt fyrir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins að aðstoða fólk við að komast úr landinu. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Alþjóðlega jafnréttisskólans.Aðsend Skildu tveggja mánaða gamlan son sinn eftir Nýverið var greint frá því að hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosuf, sem flúðu frá Afganistan til Íslands, hafi þurft að skilja tveggja mánaða son sinn Arsalan eftir í landinu. Zeba stundaði nám við jafnréttisskólann og lýsti í samtali við Morgunblaðið þeim erfiðu aðstæðum sem mættu hjónunum við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Í miðjum troðningnum missti Arsalan meðvitund vegna súrefnisskorts og var hann skilinn eftir hjá ættingjum nærri flugvellinum á meðan foreldrarnir reyndu að tryggja sér far úr landi. Irma vonar innilega að ungu hjónin þurfi ekki að bíða lengi eftir því að sjá son sinn. „Við fylgjumst með því hvernig verður hægt að koma þessu barni til þeirra sem verður örugglega ekki einfalt.“ „Til þess að einhver geti komið með það hingað þá er mér sagt að það þurfi að eiga sér stað einhver formlegt ferli um fjölskyldusameiningu. Ég vona að það verði tekið tillit til þess að þetta gerðist allt við mjög sérstakar aðstæður þar sem við komum að því að aðstoða þau.“ Dvelja í búsetuúrræði Útlendingastofnunar og bíða eftir að fá formlegt hæli Hinn nemandi Jafnréttisskólans sem er nú á Íslandi kom með maka sínum og tveggja og níu ára gömlum börnum. Báðar fjölskyldurnar dvelja nú í búsetuúrræði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði og bíða afgreiðslu sinna mála þrátt fyrir að vera hér í boði stjórnvalda. Irma segir að það skipti miklu máli fyrir líðan þeirra að málin verði afgreidd hratt og þau geti byrjað sem fyrst að koma undir sig fótunum. Frá flugvellinum í Kabúl fyrir brotthvarf erlends herliðs.AP/LANDGÖNGULIÐ BANDARÍKJANNA „Það var mjög erfitt að komast inn á þennan flugvöll. Þetta voru skelfilegar aðstæður, fólk tróðst undir og þau voru í lífshættu með lítil börn svo það þarf að vinna úr því áfalli. Svo hefur auðvitað öllu verið kippt undan þeim: Lífi, vinnu, fjölskyldutengslum og öllu og þau eru hér ein í þessari biðstöðu sem er auðvitað erfið. Þau hafa þurft að þola erfiða hluti og ég vonast til þess að þessar stofnanir sem hafi með þeirra mál að gera afgreiði þeirra mál hratt og vel.“ Ekki stendur þeim til boða að fara í nám, vinnu eða koma börnunum í skóla fyrr en þau eru komin með formlegt hæli hér á landi. „Það er auðvitað erfitt að vita af þeim í þeirri stöðu, að þau séu bara í litlum herbergjum að bíða,“ segir Irma.
Flóttafólk á Íslandi Afganistan Flóttamenn Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05