Ytri Rangá ennþá á toppnum Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2021 08:41 Það styttist í lokatölur úr laxveiðiánum Það styttist í að fyrstu lokatölur sumarsins verði opinberar úr laxveiðiánum en það er orðið illveiðanlegt í mörgum ánum. Eftir úrhelli síðustu daga hafa árnar sérstaklega á vesturlandi orðið erfiðar eða allt að því illveiðanlegar sem á eftir að hafa áhrif á lokatölur úr ánum en margar af þeim eiga oft góða endaspretti í september. Nýr listi yfir aflahæstu árnar var birtur á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og þar má sjá að Ytri Rangá er ennþá aflahæst með 2.939 laxa en vikan skilaði 117 löxum a land. Eystri Rangá er í öðru sæti en þar hafa veiðst 2.801 lax með veiði upp á 203 laxa í vikunni. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og er aflahæst sjálfbæru ánna með 1.596 laxa og vikuveiði upp á 158 laxa sem er frábær veiði í ánni á þessum tíma. Staðan er ennþá þannig að aðeins fimm laxveiðiár hafa farið yfir 1.000 laxa og með ofantöldum ám eru það Norðurá og Þverá/Kjarrá sem ná þessu marki með 1.431 lax úr Norðurá og 1.259 laxa úr Þverá/Kjarrá. Eina áin sem á möguleika á að ná þessu þó það sé ekki líklegt eins og skilyrðin eru núna er Haffjarðará með 892 laxa. Stangveiði Mest lesið Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði
Eftir úrhelli síðustu daga hafa árnar sérstaklega á vesturlandi orðið erfiðar eða allt að því illveiðanlegar sem á eftir að hafa áhrif á lokatölur úr ánum en margar af þeim eiga oft góða endaspretti í september. Nýr listi yfir aflahæstu árnar var birtur á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og þar má sjá að Ytri Rangá er ennþá aflahæst með 2.939 laxa en vikan skilaði 117 löxum a land. Eystri Rangá er í öðru sæti en þar hafa veiðst 2.801 lax með veiði upp á 203 laxa í vikunni. Miðfjarðará er svo í þriðja sæti og er aflahæst sjálfbæru ánna með 1.596 laxa og vikuveiði upp á 158 laxa sem er frábær veiði í ánni á þessum tíma. Staðan er ennþá þannig að aðeins fimm laxveiðiár hafa farið yfir 1.000 laxa og með ofantöldum ám eru það Norðurá og Þverá/Kjarrá sem ná þessu marki með 1.431 lax úr Norðurá og 1.259 laxa úr Þverá/Kjarrá. Eina áin sem á möguleika á að ná þessu þó það sé ekki líklegt eins og skilyrðin eru núna er Haffjarðará með 892 laxa.
Stangveiði Mest lesið Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði