Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Eiður Þór Árnason og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 16. september 2021 09:45 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi fyrst frá málinu í lok ágúst. Skömmu síðar hafði formaður og stjórn KSÍ sagt starfi sínu lausu. Skjáskot Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. Þórhildur er nýjasti gestur Eddu Falak og Kolbrúnar Birnu Hallgrímsdóttur í hlaðvarpinu Eigin Konur. Þar ræðir hún upplifun sína af þessu afdrifaríka kvöldi í september árið 2017 og hvað tók við þegar málið hristi verulega upp í íslensku fótboltahreyfingunni. „Ég var bara að tala við vinkonu mína, svo kveð ég hana, stend upp og er að fara frá flöskuborðinu og þá allt í einu er ég bara með hendi í klofinu. Fyrstu viðbrögð eru alltaf að frjósa. Ég var bara „oh my god“ hvað er í gangi? Þá situr hann þarna og horfir á mig. Hann sleppti ekkert og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Mig minnir að ég hafi sagt: „Væri þér sama?“ eða eitthvað svona. Hann sagði „Hvað ætlarðu að gera í þessu“ og ég sagði bara „ha?“ Fullyrti að hann ætti staðinn Þórhildur starfaði á bar í þrjú ár og segir það vera sorglega staðreynd að hún geti ekki talið hversu oft hún hafi verið áreitt, bæði í vinnunni og á djamminu. „Ég pældi þannig séð ekkert í þessu." Eftir þetta hafi hún farið frá Kolbeini og reynt að leiða þetta hjá sér. „Síðan er ég úti í portinu niðri á bakvið B5 og er að labba aftur inn þegar ég heyri ótrúlega mikil læti. Þá var hann þar og portið virkaði þannig að ef þú lokaðir hurðinni þá varstu læstur úti. Hann var búinn að segja við mig að hann ætti staðinn og eitthvað svoleiðis og þess vegna gæti ég ekkert gert í þessu með höndina í klofinu,“ segir Þórhildur. Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins og umboðsmaður, var á meðal eigenda B5 á þessum tíma en ekki Kolbeinn. „Ég spurði: „Veistu þá ekki að þú átt ekki að loka þessari hurð?“ Þá fékk ég alls konar ljót orð yfir mig. Ég svaraði aðeins fyrir mig og segi: „Manstu ekki eftir andlitum, bara píkum?“ og þá brjálaðist hann.“ Þegar hún gekk út úr portinu segist Þórhildur hafa gengið fyrir Kolbein sem hafi tekið hana hálstaki. „Allt í einu var ég í chokehold og fraus algjörlega. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fyrir tilviljun labbaði strákur út af klósettinu beint fyrir framan. Hann losar aðeins um mig þannig að ég náði að gefa honum olnbogaskot og taka sprettinn upp á aðra hæð inn á Búlluna og á starfsmannasvæði. Ég barði á hurðina og ég man að það fyrsta sem ég sagði: „Kolbeinn Sigþórsson er að drepa mig.“ Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórhildi Gyðu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Steig fram eftir að formaður KSÍ sagðist ekki kannast við kynferðisbrotamál Þórhildur Gyða kærði málið til lögreglu sem lauk með því að kæran var felld niður og Kolbeinn greiddi henni miskabætur. Taldi Þórhildur málinu vera lokið af hennar hálfu þar til Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, kom fram í Kastljósi þann 26. ágúst og sagði að engin kvörtun eða tilkynning um kynferðisbrot hafi komið inn á borð sambandsins. Degi síðar steig Þórhildur fram og greindi frá máli ónefnds landsliðsmanns í knattspyrnu sem hafi verið á vitorði Guðna. Formaðurinn sagðist þá hafa misminnt og talið að ofbeldismálið væri ekki af kynferðislegum toga. Síðar kom í ljós að knattspyrnumaðurinn sem um ræðir var Kolbeinn Sigþórsson. Neitaði sök Í yfirlýsingu sem Kolbeinn sendi frá sér 1. september segist Kolbeinn ekki kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu eða vinkonu hennar þetta sama kvöld. „Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúnin að leita sátta.“ Þá sagðist Kolbeinn hafa greitt Þórhildi og vinkonu hennar sáttagreiðslu auk þess að hafa greitt Stígamótum þrjár milljónir króna. Í kjölfar yfirlýsingarinnar sagðist Þórhildur harma að hann væri að ráðast á sig og saka hana um lygar. „Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á.“ Vinkonan greindi frá máli sínu þegar henni misbauð viðbrögð Kolbeins Daginn eftir að Kolbeinn sendi út yfirlýsingu sína steig Jóhanna Helga Jensdóttir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og tók undir frásögn Þórhildar Gyðu af því sem gerðist á B5. Jóhanna var í áðurnefndu starfsmannarými þetta sama kvöld og steig inn í þegar Þórhildur leitaði aðstoðar. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í,“ sagði Jóhanna um Kolbein. Jóhanna er vinkonan sem minnst er á í yfirlýsingu hans og fékk sömuleiðis greiddar bætur frá landsliðsmanninum eftir að hafa kært málið til lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. 8. september 2021 10:36 „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þórhildur er nýjasti gestur Eddu Falak og Kolbrúnar Birnu Hallgrímsdóttur í hlaðvarpinu Eigin Konur. Þar ræðir hún upplifun sína af þessu afdrifaríka kvöldi í september árið 2017 og hvað tók við þegar málið hristi verulega upp í íslensku fótboltahreyfingunni. „Ég var bara að tala við vinkonu mína, svo kveð ég hana, stend upp og er að fara frá flöskuborðinu og þá allt í einu er ég bara með hendi í klofinu. Fyrstu viðbrögð eru alltaf að frjósa. Ég var bara „oh my god“ hvað er í gangi? Þá situr hann þarna og horfir á mig. Hann sleppti ekkert og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Mig minnir að ég hafi sagt: „Væri þér sama?“ eða eitthvað svona. Hann sagði „Hvað ætlarðu að gera í þessu“ og ég sagði bara „ha?“ Fullyrti að hann ætti staðinn Þórhildur starfaði á bar í þrjú ár og segir það vera sorglega staðreynd að hún geti ekki talið hversu oft hún hafi verið áreitt, bæði í vinnunni og á djamminu. „Ég pældi þannig séð ekkert í þessu." Eftir þetta hafi hún farið frá Kolbeini og reynt að leiða þetta hjá sér. „Síðan er ég úti í portinu niðri á bakvið B5 og er að labba aftur inn þegar ég heyri ótrúlega mikil læti. Þá var hann þar og portið virkaði þannig að ef þú lokaðir hurðinni þá varstu læstur úti. Hann var búinn að segja við mig að hann ætti staðinn og eitthvað svoleiðis og þess vegna gæti ég ekkert gert í þessu með höndina í klofinu,“ segir Þórhildur. Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins og umboðsmaður, var á meðal eigenda B5 á þessum tíma en ekki Kolbeinn. „Ég spurði: „Veistu þá ekki að þú átt ekki að loka þessari hurð?“ Þá fékk ég alls konar ljót orð yfir mig. Ég svaraði aðeins fyrir mig og segi: „Manstu ekki eftir andlitum, bara píkum?“ og þá brjálaðist hann.“ Þegar hún gekk út úr portinu segist Þórhildur hafa gengið fyrir Kolbein sem hafi tekið hana hálstaki. „Allt í einu var ég í chokehold og fraus algjörlega. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fyrir tilviljun labbaði strákur út af klósettinu beint fyrir framan. Hann losar aðeins um mig þannig að ég náði að gefa honum olnbogaskot og taka sprettinn upp á aðra hæð inn á Búlluna og á starfsmannasvæði. Ég barði á hurðina og ég man að það fyrsta sem ég sagði: „Kolbeinn Sigþórsson er að drepa mig.“ Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórhildi Gyðu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Steig fram eftir að formaður KSÍ sagðist ekki kannast við kynferðisbrotamál Þórhildur Gyða kærði málið til lögreglu sem lauk með því að kæran var felld niður og Kolbeinn greiddi henni miskabætur. Taldi Þórhildur málinu vera lokið af hennar hálfu þar til Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, kom fram í Kastljósi þann 26. ágúst og sagði að engin kvörtun eða tilkynning um kynferðisbrot hafi komið inn á borð sambandsins. Degi síðar steig Þórhildur fram og greindi frá máli ónefnds landsliðsmanns í knattspyrnu sem hafi verið á vitorði Guðna. Formaðurinn sagðist þá hafa misminnt og talið að ofbeldismálið væri ekki af kynferðislegum toga. Síðar kom í ljós að knattspyrnumaðurinn sem um ræðir var Kolbeinn Sigþórsson. Neitaði sök Í yfirlýsingu sem Kolbeinn sendi frá sér 1. september segist Kolbeinn ekki kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu eða vinkonu hennar þetta sama kvöld. „Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúnin að leita sátta.“ Þá sagðist Kolbeinn hafa greitt Þórhildi og vinkonu hennar sáttagreiðslu auk þess að hafa greitt Stígamótum þrjár milljónir króna. Í kjölfar yfirlýsingarinnar sagðist Þórhildur harma að hann væri að ráðast á sig og saka hana um lygar. „Ég lýsti því bara sem átti sér stað svo fólk gerði sér grein fyrir alvarleikanum. Ástæðan var aldrei að fara á eftir honum persónulega, heldur til að varpa ljósi á að KSÍ væri að ljúga, það var það sem ég einblíndi á.“ Vinkonan greindi frá máli sínu þegar henni misbauð viðbrögð Kolbeins Daginn eftir að Kolbeinn sendi út yfirlýsingu sína steig Jóhanna Helga Jensdóttir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og tók undir frásögn Þórhildar Gyðu af því sem gerðist á B5. Jóhanna var í áðurnefndu starfsmannarými þetta sama kvöld og steig inn í þegar Þórhildur leitaði aðstoðar. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í,“ sagði Jóhanna um Kolbein. Jóhanna er vinkonan sem minnst er á í yfirlýsingu hans og fékk sömuleiðis greiddar bætur frá landsliðsmanninum eftir að hafa kært málið til lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. 8. september 2021 10:36 „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00
Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. 8. september 2021 10:36
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43