Senuþjófar kosningabaráttunnar Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2021 10:00 Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Glúmur Baldvinsson Frjálslynda lýðræðisflokknum og Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokki Íslands eru talin bera af í senustuldi í kosningabaráttunni í ár. vísir Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. Vísir leitaði til valinkunns hóps, einstaklinga sem eru með puttann á púlsinum og bað þá vinsamlegast um að tilnefna þá sem hafa stolið athyglinni. Og útskýra fyrir blaðamanni í fáum dráttum hvað það er helst sem þeir hafa sér til frægðar unnið? Hér í upphafi er vert að setja fram fyrirvara, þetta er ekki hugsað sem vísindaleg könnun heldur fremur samkvæmisleikur. Álitsgjafarnir eru nefndir hér neðst en eftirtektarvert er, nú þegar svo margir eru í framboði og vilja þá eðli máls samkvæmt vekja á sér athygli, hversu skýrar línurnar eru. Þrír einstaklingar unnu yfirburðarsigur en þau eru Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Glúmur Baldvinsson Frjálslynda lýðræðisflokknum og Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokki Íslands. Þau eru jöfn í fyrsta sæti. Nánast allir álitsgjafarnir nefndu þau til sögunnar. Stjarna kosningabaráttunnar „Kristrún Frostadóttir er flottasti senuþjófur kosningabaráttunnar. Talar um hagstjórn eins og hún hafi eitthvert vit á henni, ólíkt mörgum frambjóðandanum. Sannfærandi, töff og rökföst. Eiginleikar sem virðast vera slíkt rarítet innan raða Samfylkingarinnar að henni er teflt svo grimmt fram að ætla mætti að hún væri þar ein í framboði,“ segir einn álitsgjafanna. En nánast allur sá hópur nefndi Kristrúnu til sögunnar. Kristrún Frostadóttir Samfylkingunni hefur komið inn í þessa kosningabaráttu eins og stormsveipur og nýtur slíkrar aðdáunar að aðrir frambjóðendur flokksins falla í skuggann. Hvar er Logi, spyr einn álitsgjafanna.Samfylkingin Annar álitsgjafi taldi engan vafa á leika að hún væri senuþjófur þessarar kosningabaráttu. „Hún hefur ekki stigið feilspor í sínum málflutningi og er nú svo komið að fyrirferðarmiklar persónur eins og Helga Vala Helgadóttir og Oddný Harðardóttir hafa ekki sést almennilega, nema þá helst fyrir einskonar kurteisissakir á auglýsingaefni flokksins.“ Þessi álitsgjafi lét fylgja með sjórnmálaskýringu, að líklega þyrftu þær Helga Vala og Oddný nú að horfa á eftir draumum sínum um ráðherraembætti með tilkomu Kristrúnar: „Rökföst og kreddulaus og alveg nákvæmlega það sem Samfylkingin þurfti virkilega á að halda; að dýpka og þróa málflutning sinn þegar kemur að efnahagsmálum. Reyndar er hún ekki bara dýrmæt viðbót fyrir Samfylkinguna heldur pólitíkina alla því það er nú ekki eins og mikillar hugmyndaauðgi hafi gætt hjá hinum flokkunum um langt skeið heldur er sullast áfram í einhverri meðvirkni. En varla getur Sjálfstæðisflokkurinn svo sem gagnrýnt VG mikið þar sem fyrrnefndi flokkurinn á svo mikið undir því að VG sættist á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Maður sér þó vel á forystu Sjálfstæðismanna að þolinmæði þeirra gagnvart ýmsum málum, ekki síst heilbrigðismálum, er farin að trosna verulega.“ Annar álitsgjafinn segir að áhugavert hafi verið að fylgjast með því hvernig Kristrún hafi eiginlega bara átt kosningabaráttu Samfylkingarinnar þannig að aðrir frambjóðendur, eins og til dæmis formaður flokksins, hafa sést mun minna. Og einn álitsgjafa segir Kristrúnu fljúga inn á lista: „Hún lætur ekki kveða sig í kútinn sem hlýtur að teljast til kosta í ræðupúlti Alþingis. Rökföst, vel upplýst og yfirveguð.“ Ljóngáfuð, yfirveguð og skelegg Sem sagt, álitsgjafar Vísis mega vart vatni halda þegar þeir lýsa yfir aðdáun sinni á Kristrúnu. Hún kemur mest á óvart allra sem vilja setjast á þing. „Hún er að því er virðist fullskapaður stjórnmálamaður, ljóngáfuð, yfirveguð, skelegg og lætur möntrur þaulvanra andstæðinga ekki setja sig út af laginu. Hún afhjúpar andstæðinga sína sem eru vanir að á þá sé hlustað möglunarlaust og býður þeim birginn alveg pollróleg. Ég held samt að of stutt sé til kosninga til að hún tryggi Samfó eitthvert hástökk í kosningum. En seinna gæti hún það örugglega.“ Og annar segir það svo að Kristrún sé eini frambjóðandi Samfylkingarinnar. „Hún hefur fengið fólk til að gleyma ferlinu sem klauf Samfó í herðar niður og gerðu hana að eina frambjóðanda Samfylkingarinnar.“ Og sá næsti segir að hún sé stjarna kosningabaráttunnar: „Önnur eins frammistaða í kappræðum hefur varla sést frá nýliða í pólitík. Ef hún togar fylgi Samfylkingarinnar ekki upp þá gerir það enginn.“ Og enn einn álitsgjafi segir: „En óumdeild þruma kosninganna fyrir utan kannski slagorð Framsóknar er Kristrún Frosta. Ekki sést jafn vel máli farin og skarpgreindur leiðtogi síðan Ingibjörg Sólrún var og hét. Allir höfðu spáð Samfó afhroði og sossarnir híað á þá fyrir klúðurslegt upphaf í baráttunni meðan að allt lék í lindi hjá þeim. En þá reis Kristrún upp upp sem hinn mikli bjargvættur sósíaldemókrata.“ Og svo áfram sé vitnað til álitsgjafanna, sem kunna að koma orði fyrir sig. Og ekki örgrannt um að aðdáun þeirra á Kristrúnu bitni eilítið á flokki hennar: „Það er pínu sætt hvað Samfylkingarfólk er skotið í Kristrúnu Frostadóttur, dáldið eins og ástfangnir unglingar þegar þeirra kona brillerar í spjallþáttum. Eins og þau trúi því hreinlega ekki að hún sé þeirra.“ „Hefur komið eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna og er klárlega senuþjófur nr. eitt. Ótrúlega fullmótaður og fær pólitíkus, mælsk, fljót að hugsa og með afburða þekkingu á efnahagsmálum. Ofurnörd sem impónerar marga og pirrar ótrúlega fáa.“ Og að endingu: „Nýstirni Samfylkingarinnar og er otað fram við flest tækifæri í svo ríkum mæli að halda mætti að hún væri ein í framboði fyrir flokkinn, enda talin með hæfileika sem jafngilda samtölu hæfileika þingflokksins.“ Slæmi strákur kosninganna „Byrjum auðvitað á Glúmi. Eini fullorðni frambjóðandi síðan Ástþór var og hét sem er ennþá á gelgjuskeiðinu. Vinir fjölskyldu Jóns og Bryndísar hljóta að spyrja sig hvort fjölskyldan hafi ekki gengið í gegnum nægar niðurlægingar undanfarin ár,“ segir einn álitsgjafa Vísis og gefur engan afslátt. En um Glúm Baldvinsson má segja að slæm athygli sé betri en engin. Þó hann hafi náð til sín athyglinni er það ekki alveg á sömu forsendum og Kristrún. Ef marka má álitsgjafana: „Glúmur átti stórkostlega innkomu í sjónvarpinu, gretti sig, var með dólg og þurfti að sverja af sér ölvun en það er nýmæli í sjónvarpskappræðum að þess þurfi. Eftir þennan fund hefur hann aðallega talað eins og honum sé skítsama um úrslit kosninganna og hefur hugsanlega gert sér grein fyrir því að hann er í sama flokki og Guðmundur Franklín.“ Glúmur Baldvinsson Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Fólki getur fundist það sem því sýnist um Glúm en hann hefur sannarlega náð athygli.rúv Annar vill meina að Glúmur sé trúður þessara kosninga. „Og klassísk áminning um að stundum er betur heima setið. Sigrar Tomma og Frímann í keppni trúðanna en gæti fallið á lyfjaprófi.“ Glúmur er nefndur vængmaður Guðmundar Franklíns, formanns flokksins, og sagður hafa átt nokkra stórleiki. „Þar sem hæst ber vitaskuld stórleik hans í hlutverki fulla leiðinlega kallsins á leiðtogafundinum í RÚV. Þá fær hann prik fyrir að þora að upplýsa að hann sé stundum við það að æla af leiðindum í baráttunni. Með hressilegum dólg og kjaftbrúk hefur hann leyst Guðmund Franklín af í stöðu hins ærða og óstöðuga með miklum sóma.“ Enn einn álitsgjafinn segir Glúm vissulega senuþjóf en kannski ekki með jákvæðum formerkjum, að hann ætti kannski betur heima á öðrum stað en í framboði. „Það má segja að Glúmur hafi stolið „showinu“ í fyrstu leiðtogakappræðunum í Ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum vikum. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, talaði hispurslaust og gekk um gólf sem er ekki eitthvað sem maður sér oft í svona umræðuþáttum í sjónvarpi,“ segir annar álitsgjafi sem ekki vill vera eins grimmur og sá sem áður talaði. Sjúskaður stormsveipur inn í kosningabaráttuna „Fólk sem óttaðist að Glúmur myndi falla í skugga forsetaframbjóðandans þurfti ekki að örvænta lengi. Hann kom sem sjúskaður stormsveipur í fyrstu kappræðurnar og hefur talað hreina íslensku síðan,“ segir annar álitsgjafi. Og sá næsti segir Glúm heiðarlegan að því leytinu til að hann sé ekki að þykjast hafa of mikið vit á hlutunum. „Óbanginn við að vera út á þekju. Hann setur greinilega traust sitt á að fólk muni samt treysta honum til góðra verka. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt mat hjá honum og reyndar held ég að Íslendingar þekki manninn ekki nægilega vel til að vita við hverju má búast.“ Og enn einn segir Glúm einfaldlega slæma strákinn í kosningabaráttunni. „Pínu eins og óstýrlátur unglingur á sextugsaldri. Fer ekki leynt með að nenna þessu ekki og mun uppskera eftir því.“ Síðastur álitsgjafa Vísis til að tjá sig um Glúm er tvístígandi: „Það á auðvitað ekki að fóðra tröllin, en það er ekki hægt annað en að nefna Glúm Baldvinsson. Þessi innkoma í kosningaþættinum á RÚV: Var hann fullur? Hversu fullur? Varð hann fyllri eftir því sem leið á þáttinn? Hvað var í drykkjarmálinu? Svo margar spurningar.“ Ósvífinn og eldklár æsingamaður Gunnar Smári Egilsson er að sögn eins álitsgjafa Vísis erfiðasta þingmannsefnið en þó í besta skilningi þess orðs. Hann er skarpur, fljótur að hugsa, man lengra en margur þaulreyndur stjórnmálamaðurinn og býr að því að þekkja pólitíska sögu landsins betur en margir sem þurfa að mæta honum. Gunnar Smári Egilsson foringi í Sósíalistaflokknum þykir eldklár og vekur nú athygli fyrir orðfimi sína og söguþekkingu sem sögð er meiri og betri en flestra gamalla hunda í pólitíkinni.Sósíalistaflokkur Íslands „Hann er skemmtilega ósvífinn og slær andstæðinga sína þungum höggum. Hann er dálítill æsingamaður en mér finnst það bara hressandi. Ef fólk ætlar ekki að rífa kjaft á þingi þá þurfum við ekkert þing. Við þurfum alvöru samtöl ekkert mélkisuvæl. Með Gunnar Smára á pólitíska leiksviðinu þurfa margar liðleskjurnar að fara að sinna heimavinnunni af meira kappi.“ Gunnar Smári er sagður eini frambjóðandi Sósíalista og hann hafi fengið láglaunafólk til að gleyma framkomu sinni í garð láglaunafólks. „Gunnar Smári á lengstan æfingatíma frambjóðenda að baki og það skilar sér í stórleik þegar hann kemst á sviðið. Hann vekur athygli fyrir orðfimi og skjáþokkinn er í drjúgu meðallagi.“ Annar álitsgjafi telur víst að Gunnar Smári hafi planað þetta lengi og planið virðist vera að ganga nokkuð vel upp. „Hann er senuþjófur að atvinnu og er að gera gott mót.“ Gunnar Smári Egilsson er „runner upp“ sem þruma kosninganna, að sögn eins álitsgjafans. „Langflottasta og best skipulagða kosningabaráttan. Líklega skilur Albaníu-Valdi ekki neitt í neinu því þetta er alveg sami flokkur með sömu áherslur og flokkurinn hans sem aldrei var þó nálægt því að ná manni inn. Líklega hefur þó Gunnar Smári misreiknað sig örlítið og toppað fullsnemma en mun þó að öllum líkindum ná inn manni eða mönnum og skapa atvinnulausa sjálfum sér þægilega innivinnu og öruggar tekjur til næstu fjögurra ára,“ segir einn álitsgjafanna sem telur að til þess hafi leikurinn verið gerður. Og spyr hvenær Gunnar Smári fái nóg af því að leika Georg Bjarnfreðarson og snúi sér að næsta áhugamáli? Trumpískur með rauðan hnefann á lofti „Endurholdgun Gunnars Smára Egilssonar sem Messías öreiganna í gallajakkanum hefur frelsað þessa kosningabaráttu frá þrúgandi leiðindum,“ segir annar álitsgjafanna. Sem vill meina að Gunnar Smári beri höfuð og herðar yfir aðra flokksleiðtoga hvað varðar mælsku, stíl- og vopnfimi í rökræðum. „Enda skemmtilega óforskammaður og laus við alla meðvirkni. Fjöldi kjósenda trúir því í alvöru að hann geti breytt heiminum og bjargað samfélaginu frá Sjálfstæðisflokknum. Sannfæringarkrafturinn er enda slíkur að ekki er útilokað að hann trúi þessu jafnvel sjálfur.“ Einn álitsgjafanna setur fram þá kenningu að óvænt innkoma Glúms hafi skaðað Sósíalista því skyndilega virðist Gunnar Smári fremur jarðbundinn og óspennandi maður. „Í það minnsta hefur hann ekki náð mörgum fyrirsögnum í kosningabaráttunni undanfarna daga. Ástæðan fyrir því hvað hann er stilltur er samt líklega sú að hann er að reyna láta flokkinn sýnast stjórntækan í augum annarra vinstri flokka í von um að komast í ríkisstjórn. Í það minnast virðast Sósíalistar hættir að ráðast helst að fulltrúum Pírata og Samfylkingarinnar í málflutningi sínum sem bendir til þess að þeir vilja geta verið með þeim í liði fljótlega.“ Og þannig halda álitsgjafarnir áfram að velta fyrir sér Gunnari Smára, sem að sönnu má heita margslunginn maður: „Með Trumpískri framkomutækni, rauðan hnefann á lofti, flugmælskur og slétt sama um fortíðardrauga hefur honum tekist að hertaka umræðuna og halda henni í gíslíngu. Athyglissuga þessarar kosningabaráttu.“ Og enn einn telur að Sósíalistar, undir stjórn Gunnar Smára hafi gengið fram af fólki með höfnunaráráttu, ofsareiði, hatursumræðu, hótunum hægri/vinstri og hatri á fólki sem hefur vegna menntunar/dugnaðar/gáfna auðgast! „Sorglegt þar sem hann er svo eldklár. Þarf að vinna í sér,“ er ráðlegging þess álitsgjafa til handa Gunnari Smára. Næsti álitsgjafi sem vitnað er til er hins vegar harðánægður með Gunnar Smára: „Hann kemur til með láta að sér kveða. Hann mun virka eins og sterkur lútur í skúmaskotunum sem þarf að hreinsa út úr. Eldklár og hnyttinn. Innkoma hans á Alþingi 2021 mun hafa afgerandi áhrif.“ Og sá síðasti sem vitnað er til í þessu samhengi segir: „Leiðtogi sósíalista er án efa einn af senuþjófum kosningabaráttunnar. Það var til að mynda eftirminnilegt augnablikið á fundi Samtaka iðnaðarins á dögunum þar sem hann sagði prúðbúinni samkomunni til syndanna.“ Það voru fimm pólitíkusar sem deildu næsta sæti í þessari rýni, Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki, Sigmundur Davíð Gunnarsson Miðflokki, Sigmar Guðmundsson Viðreisn, Inga Sæland Flokki fólksins og Katrín Jakbsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði.vísir Sigurður Ingi og hans þrautþjálfuðu pólitísku vöðvar Eins og áður sagði er merkilegt hversu sammála álitsgjafarnir eru um það hverjir hafa vakið mestu athyglina í þessari kosningabaráttu. Fimm deila næstu sætum en þau voru nefnd þrisvar sinnum til sögunnar af álitsgjöfunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins fer þar fyrir fríðum hópi en kosningabaráttan þar á bæ hefur vakið verðskuldaða athygli og aðdáun. En slagorðasmiður þeirra, Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, hitti heldur betur naglann á höfuðið þegar hann mætti á hugarflugsfund kosningamaskínunnar og sagði einfaldlega: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Þess nýtur nú Sigurður Ingi. „Nú hvá ábyggilega margir í forundran og spyrja hvers vegna þessi notalegi formaður Framsóknaflokksins sé nefndur meðal senuþjófa. Það er hluti af snilld Sigurðar Inga, hann lætur lítið á sér bera en stendur svo alltaf uppi sem sigurvegari í lokin,“ segir einn álitsgjafa Vísis og bendir á að þessum sömu kostum hafi Kládíus Rómarkeisari verið búinn. „Enginn sá það fyrir að hann yrði keisari en vanmat annarra fleytti honum einmitt í það embætti og reyndist hann hæfur stjórnandi og mikill framkvæmdamaður, ólíkt mörgum öðrum sem gegndu stöðu keisara í Rómarveldi en það er önnur saga.“ Sigurður Ingi er sagður maður sátta og framkvæmda, fólki hættir til að gleyma honum í ríkisstjórnarsamstarfinu enda hafa Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, svo iðulega mætt sem einskonar dúett við hinn ýmsu tilefni. Þau eiga samt mikið undir Sigurði Inga sem veit væntanlega vel að hann getur hnykklað þrautþjálfaða pólitíska vöðva flokksins og minnt á að hann getur myndað ríkisstjórn til vinstri ef honum sýnist svo og já í raun gert hvað sem hann vill. Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins kemst á blað og vel svo. Sem er óvænt að mati álitsgjafa Vísis sem líkir honum við Kládíus Rómarkeisara, sem leyndi heldur betur á sér.Framsóknarflokkurinn „Skoðanakannanir undanfarið sýna að fylgið virðist leita mikið inn á miðju og virðist stöðug fylgisaukning við Framsókn þótt ekki hafi heyrt mikið frá þeim í þessari kosningabaráttu annað en hið snjalla en um leið mæðulega slagorð. „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“ sem er nákvæmlega það sem margir hinna óákveðnu munu svo til vibótar hugsa í kjörklefanum. Það þyrstir nefnilega fæsta í byltingu þessa dagana ekki frekar en fyrir síðustu kosningar þegar þessi ríkisstjórn stöðugleika og kyrrstöðu var mynduð,“ segir einn álitsgjafa Vísis. Hann er ekki síður að reyna að útskýra fyrir sjálfum sér en blaðamanni hvernig það eiginlega varð að Sigurður Ingi komst ofarlega á blað. „Þumalhringur Sigurðar Inga!“ segir einn álitsgjafa um senuþjófnað kosningabaráttunnar. Sem sá telur magnaða af hálfu Framsóknarflokksins. „Sporbaugur utan um Sigurð Inga, sem er viðkunnanlegasti stjórnmálamaður landsins. Hann gerir svo allt rétt og veifar þumalhringnum í bestu kosningaauglýsingunni.“ Og annar segir einfaldlega: „Sigurður Ingi er fæddur senuþjófur. Náttúrutalent og sjarmasprengja hvert sem hann kemur. Þarf í raun ekkert að gera, bara vera.“ Hrátt hakk og dans við hunda Segjast verður að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur átt betra mót. En, engu að síður er þessi gamli meistari þess að grípa til sín athyglina ekki alveg heillum horfinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur ætíð kunnað að grípa athyglina. Hann hefur kannski átt betra mót en akkúrat núna en hann á alltaf einhverja ása í ermi sinni.Miðflokkurinn „Fólkið sem beið eftir Sigmundarbombunni í þessari baráttu varð ekki fyrir vonbrigðum: Hrátt hakk, dansað við hunda, Instagramfilter, Star Wars-dót. Sjómaður. Sigmundarbingó - Allt spjaldið,“ segir einn álitsgjafa. Sigmundur Davíð er sagður eftirminnilegur fyrir sín uppátæki í aðdraganda kosninga. „Þar sem hann fer um dreifbýlið, étur hakkið beint úr umbúðunum, málar myndir og skráir spekingsleg innlegg á Fésbókina. Á myndum úr dreifbýlisferðinni bregður kjósendum varla fyrir, enda er Sigmundur alla jafna talinn snertifælinn og ómannblendinn,“ segir álitsgjafi. Og enn einn nefnir Sigmund Davíð til sögunnar á þeim sömu forsendum og áður hafa verið nefndar: „Stórundarlegar auglýsingar sem sýna hann borða hrátt nautahakk, veltist um með hundum og vatnslitar eins og skólakrakki myndu gera út af við alla aðra. En Sigmundur virkar eitthvað svo einlægur í þessu brölti að líklega gengur þessi ímynd upp gagnvart mörgum kjósendum.“ Einn álitsgjafi, sem sér fátt eitt jákvætt við framgöngu formannsins, vill svo meina að Sigmundur og Miðflokkurinn standi fyrir forneskjulega karlpungahugsun. Sjónvarpsmaðurinn nýtur frægðar sinnar „Sigmar Guðmundsson Viðreisn nær svo á lista,“ segir einn álitsgjafa um val sitt. Hann vill meina að Viðreisn hafi reyndar verið sérlega lengi í gang og hafi ekki komist almennilega í umræðuna. „Þar sem flokkurinn veðjar á alveg óheyrilega flókin skilaboð, sem hæfa svo sem alveg þeirra kjarnakjósendum en ekki út fyrir þær raðir í það minnsta munu þau aldrei ná lýðhylli. En hvað um það, við höfum séð fjölmiðlafólk sem skellir sér í pólitík fara flatt á því en Sigmar virðist koma mjög fullskapaður til leiks inn í stjórnmálin. Hann var sérlega góður í Silfrinu um daginn og traustvekjandi. Meiri Sigmar takk.“ Sigmar Guðmundsson Viðreisn er sagður sem fiskur í ölduróti kosningabaráttunnar, eins og hann hafi aldrei gert annað. Sigmar nýtur reynslu sinnar úr fjölmiðlum.Viðreisn Annar álitsgjafi segir að „fjölmiðlamaðurinn knái“ hafi komið nokkuð óvænt inn á vettvang stjórnmálanna í vor þegar hann tók 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. „En hann er að koma mjög sterkur inn í þetta nýja hlutverk sitt sem stjórnmálamaður og það verður spennandi að fylgjast með honum á Alþingi á komandi kjörtímabili.“ Sigmar fær býsna góða einkunn hjá álitsgjöfunum: „Hann nýtur langrar nærveru á skjánum og kemur vel fyrir, er skeleggur og flugmælskur. Hann nýtur þess líka að fólk man eftir honum, enda er þekkt að sjónvarpsfólk lendi á þingi. Ef hann nær ekki kjöri, þá býður hann sig fram í forsetastól KSÍ.“ Glæsileiki, gáfur og þokki Þá eru tvær stórstjörnur fyrri kosningabaráttu nefndar til sögunnar. Þær hafa sennilega báðar átt betra mót en komast engu að síður á blað en þetta eru formenn Vinstri grænna og Flokks fólksins, þær Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir til leiks með slípaðari ímynd en fyrir fjórum árum án þess að hafa glatað skemmtilegheitum sínum.Flokkur fólksins „Inga kemst inn á þennan lista fyrir það eitt að hafa mætt í leiðtogaumræður hjá Ríkissjónvarpinu með einhverja furðulegustu blúnduhanska sem þjóðin hefur séð í sjónvarpi. Auglýsingarnar frá flokknum eru líka sérlega skemmtilegar, áberandi og fagmannlegar. Flokkurinn nýtur samt hvergi trúverðugleika og myndi ekki komast almennilega í umræðuna þótt Jakob Frímann kæmi nakinn fram.“ Annar álitsgjafi nefnir stafræna ásýnd Flokks fólksins. „Inga er búin að skóla hina flokkana í framsetningu á efni á vefnum. Flokkur fólksins er að gera allt rétt. Spennandi að sjá hvernig markhópurinn tekur í nýja og slípaða ímynd.“ Og enn einn álitsgjafinn segir einfaldlega: „Inga Sæland er auðvitað alltaf glæsileg og skelegg. Beinar sjónvarpsútsendingar eru sérstakir vinir hennar þar sem henni tekst oftar en ekki að stela senunni. Ég á von á sterku útspili frá henni undir lok baráttunnar. Hvort það verður tár, eldræða eða hvort að hún bresti í söng á eftir að koma í ljós.“ Og þá víkur sögunni að sjálfum forsætisráherra þjóðarinnar. Ekki eru það óvænt útspil sem koma Katrínu á blað heldur djúpstæð aðdáun sem finna má meðal álitsgjafanna: „Hún fangar alltaf athyglina og ekkert minna í hávaða kosningabaráttunnar. Ekki bara vegna embættisins; hún talar svo allir skilja, gnæfir yfir sem leiðtogi, talar af myndugleik og svo er hún líka sæt,“ segir einn sem hefði kannski mátt sleppa síðasta lýsingarorðinu því eins og allir ættu að vita verða konur ekki dæmdar af útliti sínu eða smættaðar með þeim hætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna er líklega sá einstaklingur sem hefur átt mestu persónufylgi að fagna í seinni tíð og meðal álitsgjafa Vísis er að finna aðdáendur hennar.Vinstrihreyfingin - Grænt framboð En það orð ætti þó að hverfa fljótt í rykið þegar næsti álitsgjafi tekur til máls um Katrínu: „Ber af framúrskarandi heil/heiðarleg, skörp og diplómatísk. Þarf samt faglega ráðgjöf vegna klæðnaðar.“ Og þriðji álitsgjafinn til að lýsa yfir aðdáun sinni á forsætisráðherra þjóðarinnar segir: „Katrín er líklega óumdeildasti leiðtogi sem við höfum átt og það er erfitt að ímynda sér betri forsætisráðherra á þeim tímum sem við gengum í gegnum. Auk þess hefur hún staðið ag sér allar atlögur í pallborðsþáttum með glæsibrag. Yfirvegun, gáfur og þokki.“ Að vera mannlegur það telur Næst á lista eru stjórnmálamennirnir Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki og Halldóra Mogensen Pírötum. Þau voru nefnd í tvígang til sögunnar. „Ég tek ofan hatt minn fyrir Ásmundi Einari. Því hann er sá ráðherra í ríkisstjórn, sem hefur unnið hnitmiðað og skipulega frá fyrsta degi og non stop út allt kjörtímabilið í sínum málaflokkum. Sérstaklega í málefnum barna. Börn eru framtíð Íslands. Gengur auðmjúkur til verks,“ segir einn álitsgjafanna. Og annar úr þeim hópi lýsir sig sammála: „Hann er að sanna sig sem hugsjónamaður sem eitthvert mark er takandi á. Hann hefur fundið hilluna sína í velferðarmálum og þótt seint kjósi ég Framsókn þá finnst mér hugurinn í honum og ástríðan til eftirbreytni fyrir aðra þingmenn. Það er nefnilega alveg full ástæða til að halda áfram að vera mannlegur þótt maður setjist á þing. Fólk er uppgefið á róbottum sem tala eftir handritum og sýna aldrei að í þeim slær hjarta.“ Halldóra Mogensen hefur einnig vakið athygli. „Gerði marga kjaftstopp þegar hún sagði í viðtali við Moggann að Píratar vildu opna á lántöku ríkissjóðs í þeim tilgangi að koma á borgaralaunum sem myndu kosta nokkur hundruð milljarða króna,“ segir einn álitsgjafa sem telur það duga til að koma henni á lista. Annar álitsgjafi segist taka eftir því, hjá fólki í kringum sig, að fólk hrífist af framgöngu Halldóru sem og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. „Þær eru hvor um sig með báða fæturna tryggilega á jörð stjórnmálanna. Óhræddar ungar konur sem bera enga virðingu fyrir og skora á hólm samtryggingarhræðslubandalag eða höfumþettabaraeinsogþaðhefuralltafverið - viðhorf eldri og trénaðari stjórnmálaflokka.“ Halldóra Mogensen Pírötum hefur heillað ýmsa í þessari kosningabaráttu sem og Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki en hann er sagður hugsjónamaður sannur. Vanstilltir, æstir, óvæntir og frábærir frambjóðendur Þegar hér er komið sögu fer að trosna upp úr samstöðunni sem finna má hjá álitsgjöfunum. En af því að við höfum tíma og pláss og af því að það er svo gaman fá þeir sem nefndir voru til sögunnar en aðeins einu sinni að vera með í þessari samantekt. Og þá eins og þeir komu af kúnni í samantektina: „Guðmundur Franklín Jónsson. hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir magnaða stökkbreytingu frá því hann var vanstilltur og æstur í forsetaframboði. Nú hefur hann hemil á sér og kemur svo yfirvegaður fram að furðu sætir.“ „Uppreisnarunglingur Viðreisnar í Reykjavík norður, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, ber af ungu nýliðunum í kosningabaráttunni þar sem hún lætur eðlilega mest að sér kveða á samfélagsmiðlum. Alger töffari og rebel sem ber ekkert annað með sér en að hún yrði happafengur fyrir staðnaða löggjafarsamkunduna.“ „Tómas Andrés Tómasson. Hefur ekkert sagt sem vekur athygli, en splæsir grimmt í sístækkandi auglýsingar með slagorðinu „Tommi á þing“. Loksins persónukjör, segir hinn glöggi samfélagsspegill eiríkur jónsson punktur is.“ „Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komið mest á óvart vegna dugnaðar við að einfalda og tæknivæða dómsmálsráðuneytið. Hún hefur komið mörgum màlum í gegn, sem auðvelda alla afgreiðslu í hennar málaflokki. Með bein í nefinu þó ung sé. Stjórnmálamaður framtíðar,“ segir einn álitsgjafinn sem gerir sér þó grein fyrir því að ekkert er ljós án skugga: „Mesta skömmin og neikvæðnin þegar Samfylkingin tók ofsafemínistann Rósu Björk Brynjólfsdóttur inn í flokkinn. Innanflokks vandamál og togstreita byrjuðu strax!“ „Lenya Rún Taha Karim. Ritstjóri Grapevine orðaði það ágætlega: „Lenya Rún er einhver kröftugasta unga vonarstjarna sem ég hef séð lengi í íslenskum stjórnmálum.“ Á góða möguleika á að verða yngsti þingmaður sögunnar.“ „Ágúst Heiðar Ólafsson. Eftirsóttasti frambjóðandinn í kosningabaráttunni. Hálf ósanngjarnt gagnvart öðrum flokkum að hann þurfi að takmarka framboð sitt við Flokk fólksins og Frjálslynda lýðræðsflokkinn.“ „Mummi Guðbrandsson - Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur smám saman verið að senuþjófast eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið og nú í kosningabaráttunni hefur hann svo hleypt sínum fjöruga persónuleika á alveg fullt flug. Meira svona stjórnmálafólk, vera bara þið sjálf alla leið.“ „Diljá Mist. Sérkennilegt útspil Sjálfstæðisflokksins eyddi milljónum í sæmilega öruggt þingsæti. Ýtti sér hæfara fólki neðar á lista en gæti skilað þjóðhyggjuíhaldinu heim til Valhallar.“ „Viðar Eggertsson. Stillt upp með umdeilanlegum hætti í sæti ofarlega hjá Samfylkingu en hefur brillerað með raunverulegum skilningi á málefnum aldraðra og hugsaðri nálgun.“ „Viktor Stefán Pálsson. Besti þjófurinn er sá sem ekki kemst upp um. Enginn veit að hann er í framboði, hvað þá í 2. sæti í kjördæmi þar sem Samfylkingin hefur fengið þrjá menn kjörna. 320 vinir á Facebook og ekki eitt orð á opinberum vettvangi í 10 ár. Hinn fullkomni senuþjófnaður.“ „Björn Leví Gunnarsson. Hægt og bítandi hefur hann gert sig gildandi. Rólegt yfirbragðið vinnur á. Það er athyglisvert að sjá hversu mikið hann virðist flækjast fyrir þeim parti þingheims sem vill stunda þöggun. Hann flýgur inn í rólegheitunum.“ Og að endingu er maður nefndur sem þó er ekki í framboði en hefur óvænt og óvart stolið sviðsljósinu í miðri kosningabaráttunni: „Forseti lýðveldisins flækist fyrir í miðri kosningabaráttu. Hann er hluti af stjórnarmyndunum og er því tekinn með hér. Svona á síðustu metrunum eru axarsköft hans farin að skyggja á mikilvægar umræður um pólitík.“ Álitsgjafar Vísis eiga það sameiginlegt að hafa fylgst lengi með sviptingum í pólitíkinni og vita því vel hvað klukkan slær. Og það er merkilega mikill samhljómur í skoðunum þeirra á því hver er að ræna athyglinni. Álitsgjafar Atli Fannar Bjarkason vefstjóri Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur Gaukur Úlfarsson leikstjóri Gísli Ásgeirsson þýðandi Dóra Einars fatahönnuður Hulda Hákon myndlistarmaður Karen Kjartansdóttir ráðgjafi Ólafur Hauksson almannatengill Stefán Óli Jónsson starfsmaður Pírata á þingi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Sunna Kristín Hilmarsdóttir kosningastjóri Viðreisnar Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri Þórarinn Þórarinsson blaðamaður Alþingiskosningar 2021 Píratar Framsóknarflokkurinn Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Vísir leitaði til valinkunns hóps, einstaklinga sem eru með puttann á púlsinum og bað þá vinsamlegast um að tilnefna þá sem hafa stolið athyglinni. Og útskýra fyrir blaðamanni í fáum dráttum hvað það er helst sem þeir hafa sér til frægðar unnið? Hér í upphafi er vert að setja fram fyrirvara, þetta er ekki hugsað sem vísindaleg könnun heldur fremur samkvæmisleikur. Álitsgjafarnir eru nefndir hér neðst en eftirtektarvert er, nú þegar svo margir eru í framboði og vilja þá eðli máls samkvæmt vekja á sér athygli, hversu skýrar línurnar eru. Þrír einstaklingar unnu yfirburðarsigur en þau eru Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Glúmur Baldvinsson Frjálslynda lýðræðisflokknum og Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokki Íslands. Þau eru jöfn í fyrsta sæti. Nánast allir álitsgjafarnir nefndu þau til sögunnar. Stjarna kosningabaráttunnar „Kristrún Frostadóttir er flottasti senuþjófur kosningabaráttunnar. Talar um hagstjórn eins og hún hafi eitthvert vit á henni, ólíkt mörgum frambjóðandanum. Sannfærandi, töff og rökföst. Eiginleikar sem virðast vera slíkt rarítet innan raða Samfylkingarinnar að henni er teflt svo grimmt fram að ætla mætti að hún væri þar ein í framboði,“ segir einn álitsgjafanna. En nánast allur sá hópur nefndi Kristrúnu til sögunnar. Kristrún Frostadóttir Samfylkingunni hefur komið inn í þessa kosningabaráttu eins og stormsveipur og nýtur slíkrar aðdáunar að aðrir frambjóðendur flokksins falla í skuggann. Hvar er Logi, spyr einn álitsgjafanna.Samfylkingin Annar álitsgjafi taldi engan vafa á leika að hún væri senuþjófur þessarar kosningabaráttu. „Hún hefur ekki stigið feilspor í sínum málflutningi og er nú svo komið að fyrirferðarmiklar persónur eins og Helga Vala Helgadóttir og Oddný Harðardóttir hafa ekki sést almennilega, nema þá helst fyrir einskonar kurteisissakir á auglýsingaefni flokksins.“ Þessi álitsgjafi lét fylgja með sjórnmálaskýringu, að líklega þyrftu þær Helga Vala og Oddný nú að horfa á eftir draumum sínum um ráðherraembætti með tilkomu Kristrúnar: „Rökföst og kreddulaus og alveg nákvæmlega það sem Samfylkingin þurfti virkilega á að halda; að dýpka og þróa málflutning sinn þegar kemur að efnahagsmálum. Reyndar er hún ekki bara dýrmæt viðbót fyrir Samfylkinguna heldur pólitíkina alla því það er nú ekki eins og mikillar hugmyndaauðgi hafi gætt hjá hinum flokkunum um langt skeið heldur er sullast áfram í einhverri meðvirkni. En varla getur Sjálfstæðisflokkurinn svo sem gagnrýnt VG mikið þar sem fyrrnefndi flokkurinn á svo mikið undir því að VG sættist á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Maður sér þó vel á forystu Sjálfstæðismanna að þolinmæði þeirra gagnvart ýmsum málum, ekki síst heilbrigðismálum, er farin að trosna verulega.“ Annar álitsgjafinn segir að áhugavert hafi verið að fylgjast með því hvernig Kristrún hafi eiginlega bara átt kosningabaráttu Samfylkingarinnar þannig að aðrir frambjóðendur, eins og til dæmis formaður flokksins, hafa sést mun minna. Og einn álitsgjafa segir Kristrúnu fljúga inn á lista: „Hún lætur ekki kveða sig í kútinn sem hlýtur að teljast til kosta í ræðupúlti Alþingis. Rökföst, vel upplýst og yfirveguð.“ Ljóngáfuð, yfirveguð og skelegg Sem sagt, álitsgjafar Vísis mega vart vatni halda þegar þeir lýsa yfir aðdáun sinni á Kristrúnu. Hún kemur mest á óvart allra sem vilja setjast á þing. „Hún er að því er virðist fullskapaður stjórnmálamaður, ljóngáfuð, yfirveguð, skelegg og lætur möntrur þaulvanra andstæðinga ekki setja sig út af laginu. Hún afhjúpar andstæðinga sína sem eru vanir að á þá sé hlustað möglunarlaust og býður þeim birginn alveg pollróleg. Ég held samt að of stutt sé til kosninga til að hún tryggi Samfó eitthvert hástökk í kosningum. En seinna gæti hún það örugglega.“ Og annar segir það svo að Kristrún sé eini frambjóðandi Samfylkingarinnar. „Hún hefur fengið fólk til að gleyma ferlinu sem klauf Samfó í herðar niður og gerðu hana að eina frambjóðanda Samfylkingarinnar.“ Og sá næsti segir að hún sé stjarna kosningabaráttunnar: „Önnur eins frammistaða í kappræðum hefur varla sést frá nýliða í pólitík. Ef hún togar fylgi Samfylkingarinnar ekki upp þá gerir það enginn.“ Og enn einn álitsgjafi segir: „En óumdeild þruma kosninganna fyrir utan kannski slagorð Framsóknar er Kristrún Frosta. Ekki sést jafn vel máli farin og skarpgreindur leiðtogi síðan Ingibjörg Sólrún var og hét. Allir höfðu spáð Samfó afhroði og sossarnir híað á þá fyrir klúðurslegt upphaf í baráttunni meðan að allt lék í lindi hjá þeim. En þá reis Kristrún upp upp sem hinn mikli bjargvættur sósíaldemókrata.“ Og svo áfram sé vitnað til álitsgjafanna, sem kunna að koma orði fyrir sig. Og ekki örgrannt um að aðdáun þeirra á Kristrúnu bitni eilítið á flokki hennar: „Það er pínu sætt hvað Samfylkingarfólk er skotið í Kristrúnu Frostadóttur, dáldið eins og ástfangnir unglingar þegar þeirra kona brillerar í spjallþáttum. Eins og þau trúi því hreinlega ekki að hún sé þeirra.“ „Hefur komið eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna og er klárlega senuþjófur nr. eitt. Ótrúlega fullmótaður og fær pólitíkus, mælsk, fljót að hugsa og með afburða þekkingu á efnahagsmálum. Ofurnörd sem impónerar marga og pirrar ótrúlega fáa.“ Og að endingu: „Nýstirni Samfylkingarinnar og er otað fram við flest tækifæri í svo ríkum mæli að halda mætti að hún væri ein í framboði fyrir flokkinn, enda talin með hæfileika sem jafngilda samtölu hæfileika þingflokksins.“ Slæmi strákur kosninganna „Byrjum auðvitað á Glúmi. Eini fullorðni frambjóðandi síðan Ástþór var og hét sem er ennþá á gelgjuskeiðinu. Vinir fjölskyldu Jóns og Bryndísar hljóta að spyrja sig hvort fjölskyldan hafi ekki gengið í gegnum nægar niðurlægingar undanfarin ár,“ segir einn álitsgjafa Vísis og gefur engan afslátt. En um Glúm Baldvinsson má segja að slæm athygli sé betri en engin. Þó hann hafi náð til sín athyglinni er það ekki alveg á sömu forsendum og Kristrún. Ef marka má álitsgjafana: „Glúmur átti stórkostlega innkomu í sjónvarpinu, gretti sig, var með dólg og þurfti að sverja af sér ölvun en það er nýmæli í sjónvarpskappræðum að þess þurfi. Eftir þennan fund hefur hann aðallega talað eins og honum sé skítsama um úrslit kosninganna og hefur hugsanlega gert sér grein fyrir því að hann er í sama flokki og Guðmundur Franklín.“ Glúmur Baldvinsson Frjálslyndu lýðræðishreyfingunni. Fólki getur fundist það sem því sýnist um Glúm en hann hefur sannarlega náð athygli.rúv Annar vill meina að Glúmur sé trúður þessara kosninga. „Og klassísk áminning um að stundum er betur heima setið. Sigrar Tomma og Frímann í keppni trúðanna en gæti fallið á lyfjaprófi.“ Glúmur er nefndur vængmaður Guðmundar Franklíns, formanns flokksins, og sagður hafa átt nokkra stórleiki. „Þar sem hæst ber vitaskuld stórleik hans í hlutverki fulla leiðinlega kallsins á leiðtogafundinum í RÚV. Þá fær hann prik fyrir að þora að upplýsa að hann sé stundum við það að æla af leiðindum í baráttunni. Með hressilegum dólg og kjaftbrúk hefur hann leyst Guðmund Franklín af í stöðu hins ærða og óstöðuga með miklum sóma.“ Enn einn álitsgjafinn segir Glúm vissulega senuþjóf en kannski ekki með jákvæðum formerkjum, að hann ætti kannski betur heima á öðrum stað en í framboði. „Það má segja að Glúmur hafi stolið „showinu“ í fyrstu leiðtogakappræðunum í Ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum vikum. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, talaði hispurslaust og gekk um gólf sem er ekki eitthvað sem maður sér oft í svona umræðuþáttum í sjónvarpi,“ segir annar álitsgjafi sem ekki vill vera eins grimmur og sá sem áður talaði. Sjúskaður stormsveipur inn í kosningabaráttuna „Fólk sem óttaðist að Glúmur myndi falla í skugga forsetaframbjóðandans þurfti ekki að örvænta lengi. Hann kom sem sjúskaður stormsveipur í fyrstu kappræðurnar og hefur talað hreina íslensku síðan,“ segir annar álitsgjafi. Og sá næsti segir Glúm heiðarlegan að því leytinu til að hann sé ekki að þykjast hafa of mikið vit á hlutunum. „Óbanginn við að vera út á þekju. Hann setur greinilega traust sitt á að fólk muni samt treysta honum til góðra verka. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt mat hjá honum og reyndar held ég að Íslendingar þekki manninn ekki nægilega vel til að vita við hverju má búast.“ Og enn einn segir Glúm einfaldlega slæma strákinn í kosningabaráttunni. „Pínu eins og óstýrlátur unglingur á sextugsaldri. Fer ekki leynt með að nenna þessu ekki og mun uppskera eftir því.“ Síðastur álitsgjafa Vísis til að tjá sig um Glúm er tvístígandi: „Það á auðvitað ekki að fóðra tröllin, en það er ekki hægt annað en að nefna Glúm Baldvinsson. Þessi innkoma í kosningaþættinum á RÚV: Var hann fullur? Hversu fullur? Varð hann fyllri eftir því sem leið á þáttinn? Hvað var í drykkjarmálinu? Svo margar spurningar.“ Ósvífinn og eldklár æsingamaður Gunnar Smári Egilsson er að sögn eins álitsgjafa Vísis erfiðasta þingmannsefnið en þó í besta skilningi þess orðs. Hann er skarpur, fljótur að hugsa, man lengra en margur þaulreyndur stjórnmálamaðurinn og býr að því að þekkja pólitíska sögu landsins betur en margir sem þurfa að mæta honum. Gunnar Smári Egilsson foringi í Sósíalistaflokknum þykir eldklár og vekur nú athygli fyrir orðfimi sína og söguþekkingu sem sögð er meiri og betri en flestra gamalla hunda í pólitíkinni.Sósíalistaflokkur Íslands „Hann er skemmtilega ósvífinn og slær andstæðinga sína þungum höggum. Hann er dálítill æsingamaður en mér finnst það bara hressandi. Ef fólk ætlar ekki að rífa kjaft á þingi þá þurfum við ekkert þing. Við þurfum alvöru samtöl ekkert mélkisuvæl. Með Gunnar Smára á pólitíska leiksviðinu þurfa margar liðleskjurnar að fara að sinna heimavinnunni af meira kappi.“ Gunnar Smári er sagður eini frambjóðandi Sósíalista og hann hafi fengið láglaunafólk til að gleyma framkomu sinni í garð láglaunafólks. „Gunnar Smári á lengstan æfingatíma frambjóðenda að baki og það skilar sér í stórleik þegar hann kemst á sviðið. Hann vekur athygli fyrir orðfimi og skjáþokkinn er í drjúgu meðallagi.“ Annar álitsgjafi telur víst að Gunnar Smári hafi planað þetta lengi og planið virðist vera að ganga nokkuð vel upp. „Hann er senuþjófur að atvinnu og er að gera gott mót.“ Gunnar Smári Egilsson er „runner upp“ sem þruma kosninganna, að sögn eins álitsgjafans. „Langflottasta og best skipulagða kosningabaráttan. Líklega skilur Albaníu-Valdi ekki neitt í neinu því þetta er alveg sami flokkur með sömu áherslur og flokkurinn hans sem aldrei var þó nálægt því að ná manni inn. Líklega hefur þó Gunnar Smári misreiknað sig örlítið og toppað fullsnemma en mun þó að öllum líkindum ná inn manni eða mönnum og skapa atvinnulausa sjálfum sér þægilega innivinnu og öruggar tekjur til næstu fjögurra ára,“ segir einn álitsgjafanna sem telur að til þess hafi leikurinn verið gerður. Og spyr hvenær Gunnar Smári fái nóg af því að leika Georg Bjarnfreðarson og snúi sér að næsta áhugamáli? Trumpískur með rauðan hnefann á lofti „Endurholdgun Gunnars Smára Egilssonar sem Messías öreiganna í gallajakkanum hefur frelsað þessa kosningabaráttu frá þrúgandi leiðindum,“ segir annar álitsgjafanna. Sem vill meina að Gunnar Smári beri höfuð og herðar yfir aðra flokksleiðtoga hvað varðar mælsku, stíl- og vopnfimi í rökræðum. „Enda skemmtilega óforskammaður og laus við alla meðvirkni. Fjöldi kjósenda trúir því í alvöru að hann geti breytt heiminum og bjargað samfélaginu frá Sjálfstæðisflokknum. Sannfæringarkrafturinn er enda slíkur að ekki er útilokað að hann trúi þessu jafnvel sjálfur.“ Einn álitsgjafanna setur fram þá kenningu að óvænt innkoma Glúms hafi skaðað Sósíalista því skyndilega virðist Gunnar Smári fremur jarðbundinn og óspennandi maður. „Í það minnsta hefur hann ekki náð mörgum fyrirsögnum í kosningabaráttunni undanfarna daga. Ástæðan fyrir því hvað hann er stilltur er samt líklega sú að hann er að reyna láta flokkinn sýnast stjórntækan í augum annarra vinstri flokka í von um að komast í ríkisstjórn. Í það minnast virðast Sósíalistar hættir að ráðast helst að fulltrúum Pírata og Samfylkingarinnar í málflutningi sínum sem bendir til þess að þeir vilja geta verið með þeim í liði fljótlega.“ Og þannig halda álitsgjafarnir áfram að velta fyrir sér Gunnari Smára, sem að sönnu má heita margslunginn maður: „Með Trumpískri framkomutækni, rauðan hnefann á lofti, flugmælskur og slétt sama um fortíðardrauga hefur honum tekist að hertaka umræðuna og halda henni í gíslíngu. Athyglissuga þessarar kosningabaráttu.“ Og enn einn telur að Sósíalistar, undir stjórn Gunnar Smára hafi gengið fram af fólki með höfnunaráráttu, ofsareiði, hatursumræðu, hótunum hægri/vinstri og hatri á fólki sem hefur vegna menntunar/dugnaðar/gáfna auðgast! „Sorglegt þar sem hann er svo eldklár. Þarf að vinna í sér,“ er ráðlegging þess álitsgjafa til handa Gunnari Smára. Næsti álitsgjafi sem vitnað er til er hins vegar harðánægður með Gunnar Smára: „Hann kemur til með láta að sér kveða. Hann mun virka eins og sterkur lútur í skúmaskotunum sem þarf að hreinsa út úr. Eldklár og hnyttinn. Innkoma hans á Alþingi 2021 mun hafa afgerandi áhrif.“ Og sá síðasti sem vitnað er til í þessu samhengi segir: „Leiðtogi sósíalista er án efa einn af senuþjófum kosningabaráttunnar. Það var til að mynda eftirminnilegt augnablikið á fundi Samtaka iðnaðarins á dögunum þar sem hann sagði prúðbúinni samkomunni til syndanna.“ Það voru fimm pólitíkusar sem deildu næsta sæti í þessari rýni, Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki, Sigmundur Davíð Gunnarsson Miðflokki, Sigmar Guðmundsson Viðreisn, Inga Sæland Flokki fólksins og Katrín Jakbsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði.vísir Sigurður Ingi og hans þrautþjálfuðu pólitísku vöðvar Eins og áður sagði er merkilegt hversu sammála álitsgjafarnir eru um það hverjir hafa vakið mestu athyglina í þessari kosningabaráttu. Fimm deila næstu sætum en þau voru nefnd þrisvar sinnum til sögunnar af álitsgjöfunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins fer þar fyrir fríðum hópi en kosningabaráttan þar á bæ hefur vakið verðskuldaða athygli og aðdáun. En slagorðasmiður þeirra, Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, hitti heldur betur naglann á höfuðið þegar hann mætti á hugarflugsfund kosningamaskínunnar og sagði einfaldlega: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ Þess nýtur nú Sigurður Ingi. „Nú hvá ábyggilega margir í forundran og spyrja hvers vegna þessi notalegi formaður Framsóknaflokksins sé nefndur meðal senuþjófa. Það er hluti af snilld Sigurðar Inga, hann lætur lítið á sér bera en stendur svo alltaf uppi sem sigurvegari í lokin,“ segir einn álitsgjafa Vísis og bendir á að þessum sömu kostum hafi Kládíus Rómarkeisari verið búinn. „Enginn sá það fyrir að hann yrði keisari en vanmat annarra fleytti honum einmitt í það embætti og reyndist hann hæfur stjórnandi og mikill framkvæmdamaður, ólíkt mörgum öðrum sem gegndu stöðu keisara í Rómarveldi en það er önnur saga.“ Sigurður Ingi er sagður maður sátta og framkvæmda, fólki hættir til að gleyma honum í ríkisstjórnarsamstarfinu enda hafa Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, svo iðulega mætt sem einskonar dúett við hinn ýmsu tilefni. Þau eiga samt mikið undir Sigurði Inga sem veit væntanlega vel að hann getur hnykklað þrautþjálfaða pólitíska vöðva flokksins og minnt á að hann getur myndað ríkisstjórn til vinstri ef honum sýnist svo og já í raun gert hvað sem hann vill. Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins kemst á blað og vel svo. Sem er óvænt að mati álitsgjafa Vísis sem líkir honum við Kládíus Rómarkeisara, sem leyndi heldur betur á sér.Framsóknarflokkurinn „Skoðanakannanir undanfarið sýna að fylgið virðist leita mikið inn á miðju og virðist stöðug fylgisaukning við Framsókn þótt ekki hafi heyrt mikið frá þeim í þessari kosningabaráttu annað en hið snjalla en um leið mæðulega slagorð. „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“ sem er nákvæmlega það sem margir hinna óákveðnu munu svo til vibótar hugsa í kjörklefanum. Það þyrstir nefnilega fæsta í byltingu þessa dagana ekki frekar en fyrir síðustu kosningar þegar þessi ríkisstjórn stöðugleika og kyrrstöðu var mynduð,“ segir einn álitsgjafa Vísis. Hann er ekki síður að reyna að útskýra fyrir sjálfum sér en blaðamanni hvernig það eiginlega varð að Sigurður Ingi komst ofarlega á blað. „Þumalhringur Sigurðar Inga!“ segir einn álitsgjafa um senuþjófnað kosningabaráttunnar. Sem sá telur magnaða af hálfu Framsóknarflokksins. „Sporbaugur utan um Sigurð Inga, sem er viðkunnanlegasti stjórnmálamaður landsins. Hann gerir svo allt rétt og veifar þumalhringnum í bestu kosningaauglýsingunni.“ Og annar segir einfaldlega: „Sigurður Ingi er fæddur senuþjófur. Náttúrutalent og sjarmasprengja hvert sem hann kemur. Þarf í raun ekkert að gera, bara vera.“ Hrátt hakk og dans við hunda Segjast verður að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur átt betra mót. En, engu að síður er þessi gamli meistari þess að grípa til sín athyglina ekki alveg heillum horfinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur ætíð kunnað að grípa athyglina. Hann hefur kannski átt betra mót en akkúrat núna en hann á alltaf einhverja ása í ermi sinni.Miðflokkurinn „Fólkið sem beið eftir Sigmundarbombunni í þessari baráttu varð ekki fyrir vonbrigðum: Hrátt hakk, dansað við hunda, Instagramfilter, Star Wars-dót. Sjómaður. Sigmundarbingó - Allt spjaldið,“ segir einn álitsgjafa. Sigmundur Davíð er sagður eftirminnilegur fyrir sín uppátæki í aðdraganda kosninga. „Þar sem hann fer um dreifbýlið, étur hakkið beint úr umbúðunum, málar myndir og skráir spekingsleg innlegg á Fésbókina. Á myndum úr dreifbýlisferðinni bregður kjósendum varla fyrir, enda er Sigmundur alla jafna talinn snertifælinn og ómannblendinn,“ segir álitsgjafi. Og enn einn nefnir Sigmund Davíð til sögunnar á þeim sömu forsendum og áður hafa verið nefndar: „Stórundarlegar auglýsingar sem sýna hann borða hrátt nautahakk, veltist um með hundum og vatnslitar eins og skólakrakki myndu gera út af við alla aðra. En Sigmundur virkar eitthvað svo einlægur í þessu brölti að líklega gengur þessi ímynd upp gagnvart mörgum kjósendum.“ Einn álitsgjafi, sem sér fátt eitt jákvætt við framgöngu formannsins, vill svo meina að Sigmundur og Miðflokkurinn standi fyrir forneskjulega karlpungahugsun. Sjónvarpsmaðurinn nýtur frægðar sinnar „Sigmar Guðmundsson Viðreisn nær svo á lista,“ segir einn álitsgjafa um val sitt. Hann vill meina að Viðreisn hafi reyndar verið sérlega lengi í gang og hafi ekki komist almennilega í umræðuna. „Þar sem flokkurinn veðjar á alveg óheyrilega flókin skilaboð, sem hæfa svo sem alveg þeirra kjarnakjósendum en ekki út fyrir þær raðir í það minnsta munu þau aldrei ná lýðhylli. En hvað um það, við höfum séð fjölmiðlafólk sem skellir sér í pólitík fara flatt á því en Sigmar virðist koma mjög fullskapaður til leiks inn í stjórnmálin. Hann var sérlega góður í Silfrinu um daginn og traustvekjandi. Meiri Sigmar takk.“ Sigmar Guðmundsson Viðreisn er sagður sem fiskur í ölduróti kosningabaráttunnar, eins og hann hafi aldrei gert annað. Sigmar nýtur reynslu sinnar úr fjölmiðlum.Viðreisn Annar álitsgjafi segir að „fjölmiðlamaðurinn knái“ hafi komið nokkuð óvænt inn á vettvang stjórnmálanna í vor þegar hann tók 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. „En hann er að koma mjög sterkur inn í þetta nýja hlutverk sitt sem stjórnmálamaður og það verður spennandi að fylgjast með honum á Alþingi á komandi kjörtímabili.“ Sigmar fær býsna góða einkunn hjá álitsgjöfunum: „Hann nýtur langrar nærveru á skjánum og kemur vel fyrir, er skeleggur og flugmælskur. Hann nýtur þess líka að fólk man eftir honum, enda er þekkt að sjónvarpsfólk lendi á þingi. Ef hann nær ekki kjöri, þá býður hann sig fram í forsetastól KSÍ.“ Glæsileiki, gáfur og þokki Þá eru tvær stórstjörnur fyrri kosningabaráttu nefndar til sögunnar. Þær hafa sennilega báðar átt betra mót en komast engu að síður á blað en þetta eru formenn Vinstri grænna og Flokks fólksins, þær Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir til leiks með slípaðari ímynd en fyrir fjórum árum án þess að hafa glatað skemmtilegheitum sínum.Flokkur fólksins „Inga kemst inn á þennan lista fyrir það eitt að hafa mætt í leiðtogaumræður hjá Ríkissjónvarpinu með einhverja furðulegustu blúnduhanska sem þjóðin hefur séð í sjónvarpi. Auglýsingarnar frá flokknum eru líka sérlega skemmtilegar, áberandi og fagmannlegar. Flokkurinn nýtur samt hvergi trúverðugleika og myndi ekki komast almennilega í umræðuna þótt Jakob Frímann kæmi nakinn fram.“ Annar álitsgjafi nefnir stafræna ásýnd Flokks fólksins. „Inga er búin að skóla hina flokkana í framsetningu á efni á vefnum. Flokkur fólksins er að gera allt rétt. Spennandi að sjá hvernig markhópurinn tekur í nýja og slípaða ímynd.“ Og enn einn álitsgjafinn segir einfaldlega: „Inga Sæland er auðvitað alltaf glæsileg og skelegg. Beinar sjónvarpsútsendingar eru sérstakir vinir hennar þar sem henni tekst oftar en ekki að stela senunni. Ég á von á sterku útspili frá henni undir lok baráttunnar. Hvort það verður tár, eldræða eða hvort að hún bresti í söng á eftir að koma í ljós.“ Og þá víkur sögunni að sjálfum forsætisráherra þjóðarinnar. Ekki eru það óvænt útspil sem koma Katrínu á blað heldur djúpstæð aðdáun sem finna má meðal álitsgjafanna: „Hún fangar alltaf athyglina og ekkert minna í hávaða kosningabaráttunnar. Ekki bara vegna embættisins; hún talar svo allir skilja, gnæfir yfir sem leiðtogi, talar af myndugleik og svo er hún líka sæt,“ segir einn sem hefði kannski mátt sleppa síðasta lýsingarorðinu því eins og allir ættu að vita verða konur ekki dæmdar af útliti sínu eða smættaðar með þeim hætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna er líklega sá einstaklingur sem hefur átt mestu persónufylgi að fagna í seinni tíð og meðal álitsgjafa Vísis er að finna aðdáendur hennar.Vinstrihreyfingin - Grænt framboð En það orð ætti þó að hverfa fljótt í rykið þegar næsti álitsgjafi tekur til máls um Katrínu: „Ber af framúrskarandi heil/heiðarleg, skörp og diplómatísk. Þarf samt faglega ráðgjöf vegna klæðnaðar.“ Og þriðji álitsgjafinn til að lýsa yfir aðdáun sinni á forsætisráðherra þjóðarinnar segir: „Katrín er líklega óumdeildasti leiðtogi sem við höfum átt og það er erfitt að ímynda sér betri forsætisráðherra á þeim tímum sem við gengum í gegnum. Auk þess hefur hún staðið ag sér allar atlögur í pallborðsþáttum með glæsibrag. Yfirvegun, gáfur og þokki.“ Að vera mannlegur það telur Næst á lista eru stjórnmálamennirnir Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki og Halldóra Mogensen Pírötum. Þau voru nefnd í tvígang til sögunnar. „Ég tek ofan hatt minn fyrir Ásmundi Einari. Því hann er sá ráðherra í ríkisstjórn, sem hefur unnið hnitmiðað og skipulega frá fyrsta degi og non stop út allt kjörtímabilið í sínum málaflokkum. Sérstaklega í málefnum barna. Börn eru framtíð Íslands. Gengur auðmjúkur til verks,“ segir einn álitsgjafanna. Og annar úr þeim hópi lýsir sig sammála: „Hann er að sanna sig sem hugsjónamaður sem eitthvert mark er takandi á. Hann hefur fundið hilluna sína í velferðarmálum og þótt seint kjósi ég Framsókn þá finnst mér hugurinn í honum og ástríðan til eftirbreytni fyrir aðra þingmenn. Það er nefnilega alveg full ástæða til að halda áfram að vera mannlegur þótt maður setjist á þing. Fólk er uppgefið á róbottum sem tala eftir handritum og sýna aldrei að í þeim slær hjarta.“ Halldóra Mogensen hefur einnig vakið athygli. „Gerði marga kjaftstopp þegar hún sagði í viðtali við Moggann að Píratar vildu opna á lántöku ríkissjóðs í þeim tilgangi að koma á borgaralaunum sem myndu kosta nokkur hundruð milljarða króna,“ segir einn álitsgjafa sem telur það duga til að koma henni á lista. Annar álitsgjafi segist taka eftir því, hjá fólki í kringum sig, að fólk hrífist af framgöngu Halldóru sem og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. „Þær eru hvor um sig með báða fæturna tryggilega á jörð stjórnmálanna. Óhræddar ungar konur sem bera enga virðingu fyrir og skora á hólm samtryggingarhræðslubandalag eða höfumþettabaraeinsogþaðhefuralltafverið - viðhorf eldri og trénaðari stjórnmálaflokka.“ Halldóra Mogensen Pírötum hefur heillað ýmsa í þessari kosningabaráttu sem og Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki en hann er sagður hugsjónamaður sannur. Vanstilltir, æstir, óvæntir og frábærir frambjóðendur Þegar hér er komið sögu fer að trosna upp úr samstöðunni sem finna má hjá álitsgjöfunum. En af því að við höfum tíma og pláss og af því að það er svo gaman fá þeir sem nefndir voru til sögunnar en aðeins einu sinni að vera með í þessari samantekt. Og þá eins og þeir komu af kúnni í samantektina: „Guðmundur Franklín Jónsson. hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir magnaða stökkbreytingu frá því hann var vanstilltur og æstur í forsetaframboði. Nú hefur hann hemil á sér og kemur svo yfirvegaður fram að furðu sætir.“ „Uppreisnarunglingur Viðreisnar í Reykjavík norður, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, ber af ungu nýliðunum í kosningabaráttunni þar sem hún lætur eðlilega mest að sér kveða á samfélagsmiðlum. Alger töffari og rebel sem ber ekkert annað með sér en að hún yrði happafengur fyrir staðnaða löggjafarsamkunduna.“ „Tómas Andrés Tómasson. Hefur ekkert sagt sem vekur athygli, en splæsir grimmt í sístækkandi auglýsingar með slagorðinu „Tommi á þing“. Loksins persónukjör, segir hinn glöggi samfélagsspegill eiríkur jónsson punktur is.“ „Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komið mest á óvart vegna dugnaðar við að einfalda og tæknivæða dómsmálsráðuneytið. Hún hefur komið mörgum màlum í gegn, sem auðvelda alla afgreiðslu í hennar málaflokki. Með bein í nefinu þó ung sé. Stjórnmálamaður framtíðar,“ segir einn álitsgjafinn sem gerir sér þó grein fyrir því að ekkert er ljós án skugga: „Mesta skömmin og neikvæðnin þegar Samfylkingin tók ofsafemínistann Rósu Björk Brynjólfsdóttur inn í flokkinn. Innanflokks vandamál og togstreita byrjuðu strax!“ „Lenya Rún Taha Karim. Ritstjóri Grapevine orðaði það ágætlega: „Lenya Rún er einhver kröftugasta unga vonarstjarna sem ég hef séð lengi í íslenskum stjórnmálum.“ Á góða möguleika á að verða yngsti þingmaður sögunnar.“ „Ágúst Heiðar Ólafsson. Eftirsóttasti frambjóðandinn í kosningabaráttunni. Hálf ósanngjarnt gagnvart öðrum flokkum að hann þurfi að takmarka framboð sitt við Flokk fólksins og Frjálslynda lýðræðsflokkinn.“ „Mummi Guðbrandsson - Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur smám saman verið að senuþjófast eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið og nú í kosningabaráttunni hefur hann svo hleypt sínum fjöruga persónuleika á alveg fullt flug. Meira svona stjórnmálafólk, vera bara þið sjálf alla leið.“ „Diljá Mist. Sérkennilegt útspil Sjálfstæðisflokksins eyddi milljónum í sæmilega öruggt þingsæti. Ýtti sér hæfara fólki neðar á lista en gæti skilað þjóðhyggjuíhaldinu heim til Valhallar.“ „Viðar Eggertsson. Stillt upp með umdeilanlegum hætti í sæti ofarlega hjá Samfylkingu en hefur brillerað með raunverulegum skilningi á málefnum aldraðra og hugsaðri nálgun.“ „Viktor Stefán Pálsson. Besti þjófurinn er sá sem ekki kemst upp um. Enginn veit að hann er í framboði, hvað þá í 2. sæti í kjördæmi þar sem Samfylkingin hefur fengið þrjá menn kjörna. 320 vinir á Facebook og ekki eitt orð á opinberum vettvangi í 10 ár. Hinn fullkomni senuþjófnaður.“ „Björn Leví Gunnarsson. Hægt og bítandi hefur hann gert sig gildandi. Rólegt yfirbragðið vinnur á. Það er athyglisvert að sjá hversu mikið hann virðist flækjast fyrir þeim parti þingheims sem vill stunda þöggun. Hann flýgur inn í rólegheitunum.“ Og að endingu er maður nefndur sem þó er ekki í framboði en hefur óvænt og óvart stolið sviðsljósinu í miðri kosningabaráttunni: „Forseti lýðveldisins flækist fyrir í miðri kosningabaráttu. Hann er hluti af stjórnarmyndunum og er því tekinn með hér. Svona á síðustu metrunum eru axarsköft hans farin að skyggja á mikilvægar umræður um pólitík.“ Álitsgjafar Vísis eiga það sameiginlegt að hafa fylgst lengi með sviptingum í pólitíkinni og vita því vel hvað klukkan slær. Og það er merkilega mikill samhljómur í skoðunum þeirra á því hver er að ræna athyglinni. Álitsgjafar Atli Fannar Bjarkason vefstjóri Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur Gaukur Úlfarsson leikstjóri Gísli Ásgeirsson þýðandi Dóra Einars fatahönnuður Hulda Hákon myndlistarmaður Karen Kjartansdóttir ráðgjafi Ólafur Hauksson almannatengill Stefán Óli Jónsson starfsmaður Pírata á þingi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Sunna Kristín Hilmarsdóttir kosningastjóri Viðreisnar Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri Þórarinn Þórarinsson blaðamaður
Atli Fannar Bjarkason vefstjóri Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur Gaukur Úlfarsson leikstjóri Gísli Ásgeirsson þýðandi Dóra Einars fatahönnuður Hulda Hákon myndlistarmaður Karen Kjartansdóttir ráðgjafi Ólafur Hauksson almannatengill Stefán Óli Jónsson starfsmaður Pírata á þingi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Sunna Kristín Hilmarsdóttir kosningastjóri Viðreisnar Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri Þórarinn Þórarinsson blaðamaður
Alþingiskosningar 2021 Píratar Framsóknarflokkurinn Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira