Flestir fatlaðir geti búist við að vera beittir ofbeldi á lífsleiðinni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 22:00 Inga BJörk Margrétar Bjarnadóttir, er baráttukona fyrir málefnum fatlaðs fólks. aðsend Flestir fatlaðir geta búist við að vera beittir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni að sögn baráttukonu í málaflokknum. Tilkynningum um ofbeldisbrot gegn fötluðum fjölgar mjög á milli ára. 1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira