Innlent

Fékk 180 þúsund króna hraða­sekt

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna biðlund. Myndin er úr safni.
Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna biðlund. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum sektaði um helgina ökumann um 180 þúsund krónur eftir að sá mældist á 121 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, en auk þessa ökumanns var á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur i umdæminu um helgina.

„Afskipti voru höfð af fleiri ökumönnum sem óku án ökuréttinda, grunaðir um fíkniefnaakstur og einn reyndist vera með falsað ökuskírteini.

Til viðbótar þessu var talsvert annríki hjá lögreglu um helgina. Var þar meðal annars um að ræða hávaðaútköll í heimahús, mál sem komu upp vegna fólks sem átti að vera í sóttkví annars vegar og eftirlits við gosstöðvarnar hins vegar, m.a. vegna einstaklings sem örmagnaðist þar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×