„Ég flutti til Svíþjóðar fyrir ástina“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 20. september 2021 14:31 Föstudaginn 17. september kom út lagið Rainy Days með söngkonunni Rebekku Sif. Lagið er önnur smáskífan af annarri plötu Rebekku sem er væntanleg. Rainy Days er ljúfsárt haustlag sem fjallar um það eiga sér engan samastað nema í ástinni. Fyrsta plata Rebekku, Wondering, kom út 2017 og er loksins von á nýrri plötu úr hennar smiðju. „Rainy Days skrifaði ég þegar ég var nýflutt út til Svíþjóðar og fannst mér ég ekki heima neinstaðar og var frekar týnd í þessu nýja umhverfi. Ég flutti til Svíþjóðar fyrir ástina og auðvitað var það maðurinn minn sem var ljósið á þessum frekar daufu tímum,“ segir Rebekka um sköpunarsögu lagsins. Rebekka Sif og Aron Andri Magnússon gítarleikari eru höfundar „Rainy Days“ og hafa verið að vinna að breiðskífu síðan haustið 2020. Nú þegar eru nokkur lög tilbúin og má vænta þriðja lagsins af væntanlegri plötu seinna á árinu. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og trommur, Daniel Alexander Cathcart Jones spilaði inn píanó og Gunnar Sigfús Björnsson spilaði á bassann. Platan hefur fengið styrk frá Stef. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning
Rainy Days er ljúfsárt haustlag sem fjallar um það eiga sér engan samastað nema í ástinni. Fyrsta plata Rebekku, Wondering, kom út 2017 og er loksins von á nýrri plötu úr hennar smiðju. „Rainy Days skrifaði ég þegar ég var nýflutt út til Svíþjóðar og fannst mér ég ekki heima neinstaðar og var frekar týnd í þessu nýja umhverfi. Ég flutti til Svíþjóðar fyrir ástina og auðvitað var það maðurinn minn sem var ljósið á þessum frekar daufu tímum,“ segir Rebekka um sköpunarsögu lagsins. Rebekka Sif og Aron Andri Magnússon gítarleikari eru höfundar „Rainy Days“ og hafa verið að vinna að breiðskífu síðan haustið 2020. Nú þegar eru nokkur lög tilbúin og má vænta þriðja lagsins af væntanlegri plötu seinna á árinu. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og trommur, Daniel Alexander Cathcart Jones spilaði inn píanó og Gunnar Sigfús Björnsson spilaði á bassann. Platan hefur fengið styrk frá Stef. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning