Ford Bronco Raptor væntanlegur á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. september 2021 07:00 Grillið á Ford Bronco Raptor. Ford hefur nú staðfest hið illa varðveitta leyndarmál að Ford Bronco Raptor er væntanlegur á næsta ári. Hann mun líklega nota 450 hestafla vélina sem F-150 Raptor notar og vera á sérstakri fjöðrun, stærri dekkjum og hærri en upprunalega útgáfan. Hér er fremur óhjálplegt en töff kynningarmyndband frá Ford. Fréttir af Raptor-vædda Bronco-num koma þegar margir kaupendur bíða enn eftir óbreyttum Bronco-um sem pantaðir voru fyrir rúmu ári. Ford er eins og margir bílaframleiðendur að glíma við framleiðslutafir og þar af leiðandi vanda við afhendingu. Ástæður þess eru margar en líkleg endanleg skýring er langvarandi áhrif kórónaveirufaraldursins á framleiðslu í heiminum. Bronco Raptor mun samkvæmt heimildum Jalopnik innan úr herbúðum Ford verða afar fjárhagslega gefandi bíll fyrir Ford. Nánast óháð því hversu vel hann stendur sig í samanburði við óbreyttu útgáfuna. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent
Hér er fremur óhjálplegt en töff kynningarmyndband frá Ford. Fréttir af Raptor-vædda Bronco-num koma þegar margir kaupendur bíða enn eftir óbreyttum Bronco-um sem pantaðir voru fyrir rúmu ári. Ford er eins og margir bílaframleiðendur að glíma við framleiðslutafir og þar af leiðandi vanda við afhendingu. Ástæður þess eru margar en líkleg endanleg skýring er langvarandi áhrif kórónaveirufaraldursins á framleiðslu í heiminum. Bronco Raptor mun samkvæmt heimildum Jalopnik innan úr herbúðum Ford verða afar fjárhagslega gefandi bíll fyrir Ford. Nánast óháð því hversu vel hann stendur sig í samanburði við óbreyttu útgáfuna.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent