Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2021 23:00 Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst þann 5. október í Laugardalshöll. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag. Alls munu 22 lið mæta til landsins í byrjun október, en tíu þeirra þurfa að fara í gegnum sérstaka undanriðla til að vinna sér inn laus sæti í riðlunum sjálfum. Riðlakeppnin samanstendur af fjórum riðlum, og í hverjum riðli eru fjögur lið. Enn er þó eitt laust sæti í hverjum riðli fyrir sig fyrir liðin úr undanriðlunum, sem eru tveir. Í þessum undanriðlum eru lið á borð við Cloud9, Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe sem öll tóku þátt á MSI sem fram fór í Laugardalshöll í sumar. Heimsmeistararnir í dauðariðlinum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja titilvörn sína í ansi sterkum riðli. Liðið vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að vinna kóresku deildina. Með þeim í riðli eru FunPlus Phoenix frá Kína og Rogue frá Evrópu ásamt einu liði úr undanriðlunum. FunPlus Phoenix varð heimsmeistari árið 2019 og evrópsku liðin hafa verið að hasla sér völl á stóra sviðinu að undanförnu. Við höfum séð tvö evrópsk lið í úrslitum heimsmeistaramótsins seinustu tvö ár. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að Rogue geti strítt stóru liðunum DWG KIA og FunPlus Phoenix. DWG KIA, eða Damwon Gaming, mætti Suning í úrslitum heimsmeistaramótsins í fyrra.Vísir/Getty Gamalt stórveldi í B-riðli Gamla stórveldið T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom T1, er í B-riðli. Liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, sem gerir það að sigursælasta liði mótsins frá upphafi. Þeir misstu af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, og koma nú inn í mótið eftir að hafa lent í þriðja sæti í kóresku deildinni. Með þeim í riðli eru EDward Gaming frá Kína og 100 Thieves frá Bandaríkjunum ásamt einu liði úr undanriðlunum. Bæði EDward Gaming og 100 Thieves unnu sér inn sæti á mótinu með því að vinna sínar deildir. Liðsmenn SK Telecom T1 lyfta verðlaunagripnum eftir að hafa sigrað heimsmeistaramótið árið 2016. Liðið hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari.Colin Young-Wolff/Riot Games via Getty Images Kunnugleg andlit í C- og D-riðli Í C- og D-riðli eru þrjú af þeim fjórum liðum sem fóru í undanúrslit á MSI sem haldið var í Laugardalshöll fyrr í sumar. Royal Never Give Up, eða RNG, frá Kína vann það mót, en þeir eru í C-riðli ásamt PSG Talon, Fnatic og einu liði úr undanriðlunum. PSG Talon féll úr leik á MSI gegn RNG og þeir munu því vilja hefna fyrir það. Fnatic frá Evrópu er það lið sem vann fyrsta heimsmeistaramótið í League of Legends árið 2011, en þá var mótið haldið í Svíþjóð. Í D-riðli mætir evrópska liðið MAD Lions til leiks, en þeir komust í undanúrslit MSI í vor þar sem að þeir féllu úr leik gegn heimsmeisturunum í DWG KIA. Með MAD Lions í riðli eru Gen.G frá Kóreu og Team Liquid frá Bandaríkjunum. Royal Never Give Up fagnaði sigri á Mid Season Invitational, MSI, sem haldið var í Laugardalshöll í vor.Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Undanriðlarnir hefjast þann 5. október og laugardaginn 9. október verður það orðið ljóst hvaða fjögur lið vinna sér inn laus sæti í riðlunum fjórum. Riðlakeppnin sjálf hefst svo mánudaginn 11. október. Niðurröðun í riðla Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin raðast í riðlana. Í sviga má sjá úr hvaða deild liðin koma og í hvaða sæti þau lentu. Undanriðill A Hanwha Life (LCK, 4.sæti) LNG Esports (LPL, 4. sæti) Infinite Esports (LLA, 1. sæti) PEACE (LCO, 1.sæti) Red Canids (CBLOL, 1. sæti) Undanriðill B Beyond Gaming (PCS, 2. sæti) Cloud9 (LCS, 3. sæti) Unicorns of Love (LCL, 1. sæti) Galatasaray Esports (TCL, 1.sæti) DetonatioN FocusMe (LJL, 1. sæti) A-riðill DWG KIA (LCK, 1. sæti) FunPlus Phoenix (LPL, 2. sæti) Rogue (LEC, 3. sæti) Laust sæti B-riðill EDward Gaming (LPL, 1. sæti) 100 Thieves (LCS, 1. sæti) T1 (LCK, 3. sæti) Laust sæti C-riðill PSG Talon (PCS, 1. sæti) Fnatic (LEC, 2. sæti) Royal Never Give Up (LPL, 3. sæti) Laust sæti D-riðill MAD Lions (LEC, 1. sæti) Gen.G (LCK, 2. sæti) Team Liquid (LCS, 2. sæti) Laust sæti Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Alls munu 22 lið mæta til landsins í byrjun október, en tíu þeirra þurfa að fara í gegnum sérstaka undanriðla til að vinna sér inn laus sæti í riðlunum sjálfum. Riðlakeppnin samanstendur af fjórum riðlum, og í hverjum riðli eru fjögur lið. Enn er þó eitt laust sæti í hverjum riðli fyrir sig fyrir liðin úr undanriðlunum, sem eru tveir. Í þessum undanriðlum eru lið á borð við Cloud9, Unicorns of Love og DetonatioN FocusMe sem öll tóku þátt á MSI sem fram fór í Laugardalshöll í sumar. Heimsmeistararnir í dauðariðlinum Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hefja titilvörn sína í ansi sterkum riðli. Liðið vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að vinna kóresku deildina. Með þeim í riðli eru FunPlus Phoenix frá Kína og Rogue frá Evrópu ásamt einu liði úr undanriðlunum. FunPlus Phoenix varð heimsmeistari árið 2019 og evrópsku liðin hafa verið að hasla sér völl á stóra sviðinu að undanförnu. Við höfum séð tvö evrópsk lið í úrslitum heimsmeistaramótsins seinustu tvö ár. Það verður því fróðlegt að sjá hvort að Rogue geti strítt stóru liðunum DWG KIA og FunPlus Phoenix. DWG KIA, eða Damwon Gaming, mætti Suning í úrslitum heimsmeistaramótsins í fyrra.Vísir/Getty Gamalt stórveldi í B-riðli Gamla stórveldið T1, sem var áður þekkt sem SKT eða SK Telecom T1, er í B-riðli. Liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn þrisvar, sem gerir það að sigursælasta liði mótsins frá upphafi. Þeir misstu af sæti á heimsmeistaramótinu í fyrra, og koma nú inn í mótið eftir að hafa lent í þriðja sæti í kóresku deildinni. Með þeim í riðli eru EDward Gaming frá Kína og 100 Thieves frá Bandaríkjunum ásamt einu liði úr undanriðlunum. Bæði EDward Gaming og 100 Thieves unnu sér inn sæti á mótinu með því að vinna sínar deildir. Liðsmenn SK Telecom T1 lyfta verðlaunagripnum eftir að hafa sigrað heimsmeistaramótið árið 2016. Liðið hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari.Colin Young-Wolff/Riot Games via Getty Images Kunnugleg andlit í C- og D-riðli Í C- og D-riðli eru þrjú af þeim fjórum liðum sem fóru í undanúrslit á MSI sem haldið var í Laugardalshöll fyrr í sumar. Royal Never Give Up, eða RNG, frá Kína vann það mót, en þeir eru í C-riðli ásamt PSG Talon, Fnatic og einu liði úr undanriðlunum. PSG Talon féll úr leik á MSI gegn RNG og þeir munu því vilja hefna fyrir það. Fnatic frá Evrópu er það lið sem vann fyrsta heimsmeistaramótið í League of Legends árið 2011, en þá var mótið haldið í Svíþjóð. Í D-riðli mætir evrópska liðið MAD Lions til leiks, en þeir komust í undanúrslit MSI í vor þar sem að þeir féllu úr leik gegn heimsmeisturunum í DWG KIA. Með MAD Lions í riðli eru Gen.G frá Kóreu og Team Liquid frá Bandaríkjunum. Royal Never Give Up fagnaði sigri á Mid Season Invitational, MSI, sem haldið var í Laugardalshöll í vor.Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Undanriðlarnir hefjast þann 5. október og laugardaginn 9. október verður það orðið ljóst hvaða fjögur lið vinna sér inn laus sæti í riðlunum fjórum. Riðlakeppnin sjálf hefst svo mánudaginn 11. október. Niðurröðun í riðla Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin raðast í riðlana. Í sviga má sjá úr hvaða deild liðin koma og í hvaða sæti þau lentu. Undanriðill A Hanwha Life (LCK, 4.sæti) LNG Esports (LPL, 4. sæti) Infinite Esports (LLA, 1. sæti) PEACE (LCO, 1.sæti) Red Canids (CBLOL, 1. sæti) Undanriðill B Beyond Gaming (PCS, 2. sæti) Cloud9 (LCS, 3. sæti) Unicorns of Love (LCL, 1. sæti) Galatasaray Esports (TCL, 1.sæti) DetonatioN FocusMe (LJL, 1. sæti) A-riðill DWG KIA (LCK, 1. sæti) FunPlus Phoenix (LPL, 2. sæti) Rogue (LEC, 3. sæti) Laust sæti B-riðill EDward Gaming (LPL, 1. sæti) 100 Thieves (LCS, 1. sæti) T1 (LCK, 3. sæti) Laust sæti C-riðill PSG Talon (PCS, 1. sæti) Fnatic (LEC, 2. sæti) Royal Never Give Up (LPL, 3. sæti) Laust sæti D-riðill MAD Lions (LEC, 1. sæti) Gen.G (LCK, 2. sæti) Team Liquid (LCS, 2. sæti) Laust sæti
Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin raðast í riðlana. Í sviga má sjá úr hvaða deild liðin koma og í hvaða sæti þau lentu. Undanriðill A Hanwha Life (LCK, 4.sæti) LNG Esports (LPL, 4. sæti) Infinite Esports (LLA, 1. sæti) PEACE (LCO, 1.sæti) Red Canids (CBLOL, 1. sæti) Undanriðill B Beyond Gaming (PCS, 2. sæti) Cloud9 (LCS, 3. sæti) Unicorns of Love (LCL, 1. sæti) Galatasaray Esports (TCL, 1.sæti) DetonatioN FocusMe (LJL, 1. sæti) A-riðill DWG KIA (LCK, 1. sæti) FunPlus Phoenix (LPL, 2. sæti) Rogue (LEC, 3. sæti) Laust sæti B-riðill EDward Gaming (LPL, 1. sæti) 100 Thieves (LCS, 1. sæti) T1 (LCK, 3. sæti) Laust sæti C-riðill PSG Talon (PCS, 1. sæti) Fnatic (LEC, 2. sæti) Royal Never Give Up (LPL, 3. sæti) Laust sæti D-riðill MAD Lions (LEC, 1. sæti) Gen.G (LCK, 2. sæti) Team Liquid (LCS, 2. sæti) Laust sæti
Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi. 1. september 2021 07:00