Loftslagsmál og mannréttindi efst á baugi í ræðu ráðherra á allsherjarþinginu Heimsljós 27. september 2021 16:40 Í ræðu sinni hvatti Guðlaugur Þór til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, talaði fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, jafnari dreifingu bóluefna og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga fyrir hagsæld og framþróun ríkja í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma. Í ræðu sinni hvatti Guðlaugur Þór til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Umhverfisvernd og auðlindanýting voru einnig rauður þráður í ræðunni, sérstaklega málefni hafsins. Þar hefði Ísland beitt sér fyrir aukinni samvinnu á grundvelli hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og eflt svæðisbundna samvinnu, meðal annars gegn plastmengun á vettvangi Norðurskautsráðsins, samhliða því að vinna að alþjóðasamningum. Guðlaugur Þór brýndi ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Ræða utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í heild sinni Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mannréttindi Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, talaði fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, jafnari dreifingu bóluefna og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga fyrir hagsæld og framþróun ríkja í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma. Í ræðu sinni hvatti Guðlaugur Þór til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Umhverfisvernd og auðlindanýting voru einnig rauður þráður í ræðunni, sérstaklega málefni hafsins. Þar hefði Ísland beitt sér fyrir aukinni samvinnu á grundvelli hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og eflt svæðisbundna samvinnu, meðal annars gegn plastmengun á vettvangi Norðurskautsráðsins, samhliða því að vinna að alþjóðasamningum. Guðlaugur Þór brýndi ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Ræða utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í heild sinni Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mannréttindi Umhverfismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent