Sautján sérfræðingar útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ Heimsljós 30. september 2021 10:13 Útskriftarhópurinn GRÓ LRT Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ. Sautján sérfræðingar voru í vikunni útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ (GRÓ LRT), átta konur og níu karlar, frá átta löndum í Afríku og Mið-Asíu: Eþíópíu, Gana, Kirgistan, Mongólíu, Lesótó, Malaví, Tadsíkistan og Úganda. Öll hafa þau stundað nám við skólann í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu undanfarna sex mánuði. Á útskriftarathöfninni ávarpaði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, útskriftarhópinn og áréttaði mikilvægi þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en landgræðsla og sjálfbær landnýting er ein þeirra leiða til að ná til dæmis markmiði 15 um Líf á landi. Einnig tóku til máls á útskriftarathöfninni Dr Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður GRÓ LRT, og tveir nemar skólans, Paulean Kadammanja frá Malaví og Ganzorig Ugliichimeg frá Mongólíu, fyrir hönd nemahópsins. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu afhenti skírteinin. Í lok athafnar óskaði Dr Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, hópnum til hamingju og lýsti yfir ánægju með veru nemahópsins innan veggja Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti, þar sem Landgræðsluskólinn er starfræktur. Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ, en skólinn varð hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í byrjun árs 2020. Vegna heimsfaraldurins reyndist ekki unnt að taka á móti sérfæðingum frá samstarfslöndum Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu árið 2020. „Það var því ánægjulegt að geta byrjað sex-mánaða námið í byrjun apríl í ár, þrátt fyrir flækjustig vegna ferðalaga á milli landa og heimsálfa, sóttkvíar við komu til landsins og margföld COVID-próf,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Skólinn hefur starfað frá árinu 2007 og hafa alls 156 sérfræðingar frá samstarfsstofnunum skólans í Afríku og Asíu útskrifast úr skólanum. Stofnanirnar eru ýmist ráðuneyti, umhverfisstofnanir, héraðsstjórnir og félagasamtök, eða háskóla- og rannsóknastofnanir, allt aðilar sem vinna að málefnum sem tengjast landgræðslu, jarðvegs-og loftslagsrannsóknum og vinnu með landnotendum, eins og bændum og öðrum sem nýta land til síns viðurværis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent
Sautján sérfræðingar voru í vikunni útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ (GRÓ LRT), átta konur og níu karlar, frá átta löndum í Afríku og Mið-Asíu: Eþíópíu, Gana, Kirgistan, Mongólíu, Lesótó, Malaví, Tadsíkistan og Úganda. Öll hafa þau stundað nám við skólann í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu undanfarna sex mánuði. Á útskriftarathöfninni ávarpaði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, útskriftarhópinn og áréttaði mikilvægi þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en landgræðsla og sjálfbær landnýting er ein þeirra leiða til að ná til dæmis markmiði 15 um Líf á landi. Einnig tóku til máls á útskriftarathöfninni Dr Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður GRÓ LRT, og tveir nemar skólans, Paulean Kadammanja frá Malaví og Ganzorig Ugliichimeg frá Mongólíu, fyrir hönd nemahópsins. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu afhenti skírteinin. Í lok athafnar óskaði Dr Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, hópnum til hamingju og lýsti yfir ánægju með veru nemahópsins innan veggja Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti, þar sem Landgræðsluskólinn er starfræktur. Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ, en skólinn varð hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í byrjun árs 2020. Vegna heimsfaraldurins reyndist ekki unnt að taka á móti sérfæðingum frá samstarfslöndum Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu árið 2020. „Það var því ánægjulegt að geta byrjað sex-mánaða námið í byrjun apríl í ár, þrátt fyrir flækjustig vegna ferðalaga á milli landa og heimsálfa, sóttkvíar við komu til landsins og margföld COVID-próf,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Skólinn hefur starfað frá árinu 2007 og hafa alls 156 sérfræðingar frá samstarfsstofnunum skólans í Afríku og Asíu útskrifast úr skólanum. Stofnanirnar eru ýmist ráðuneyti, umhverfisstofnanir, héraðsstjórnir og félagasamtök, eða háskóla- og rannsóknastofnanir, allt aðilar sem vinna að málefnum sem tengjast landgræðslu, jarðvegs-og loftslagsrannsóknum og vinnu með landnotendum, eins og bændum og öðrum sem nýta land til síns viðurværis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent