Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2021 11:56 Mynd tekin af svæðinu í morgun. Í forgrunni er eldgosasvæðið við Fagradalsfjall en Keilir sést lengra frá fyrir miðri mynd. Skjálftavirknin er á milli þessara svæða. Vísir/RAX Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Upptök skjálftans í nótt voru suðvestur af Keili en hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og heyrðust drunur í aðdraganda hans. Skjálftahrinan er á svæðinu milli Litlahrúts, við nyrsta enda kvikugangsins hjá Geldingadölum, og Keilis. Vísindamenn telja að þessir skjálftar geti verið vegna kvikuhreyfinga, en það hefur enn ekki fengist staðfest. Þessar hræringar þykja sérlega áhugaverðar því þær gerast í kjölfar þess að engin virkni er í eldgosinu við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands, hefur það sem sérsvið að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. „Og það er ekki að sjá að það séu neinar hreyfingar sem fylgja þessari jarðskjálftavirkni. Það bendir til þess að ef það er einhver kvika á ferðinni þá er það ekki mikið magn sem er þar. En hugsanlega nóg til að koma af stað skjálftum á misgengjum sem eru þarna,“ segir Halldór Geirsson Það útiloki þó ekki að gos verði. „Það getur náttúrlega gerst að þessir jarðskjálftavirkni brjóti farveg fyrir kviku sem kemur á eftir, þó það sé ekki mikil kvika á ferðinni núna. Það þarf ekki að vera beint samhengi þar á milli.“ Verið er að lesa úr gervitunglamyndum sem eiga að geta gefið betri mynd á þá atburðarás sem er að eiga sér stað. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag. Skjálftavirknin er mikil og má eiga von á stórum skjálftum næstu daga. „Þetta er svolítið hviðótt. Ég held að það sé ekki mjög breytilegt frá því sem var í gær, það er kannski ívið að aukast ef eitthvað er sýnist manni,“ segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira