Gosið legið niðri í tvær vikur Tryggvi Páll Tryggvason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 2. október 2021 13:00 Eldgosið hefur verið með rólegasta móti síðustu tvær vikur. Vísir/Vilhelm Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. Í yfirferð á stöðu gossins á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er vísað í nýjustu mælingar á eldgosinu og hraunflæðinu, sem gerðar voru þann 30. september. Þar kemur fram að gosið hefur legið alveg niðri frá 18. september. Einhver tilfærsla hefur þó orðið á hrauninu. „Eftir að uppstreymi í gígnum hætti að kvöldi 18. september hefur orðið nokkurra metra þykknun í sunnanverðum Geldingadölum og niður í framanverðan Nátthaga. Á sama tíma hefur sléttan í hrauninu vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem horfið hefur úr norðurenda Geldingadala er álíka mikið og það rúmmál sem bæst hefur við í suðurhlutanum og niðri í Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla innan hraunsins.“ „Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu 12 daga numið að meðaltali 1 m3/s. Þarna er vissulega bráðin kvika á ferð en aðeins vegna tilfærslu innan hraunsins. Hún skýrir þá glóð sem öðru hverju hefur sést í hrauninu. Tilfærsla af þessu tagi er þekkt í hraungosum,“ segir enn fremur. Myndir sýna glóð sem þó er líklega gömul Vísir fékk sendar myndir sem farþegi í flugi Þyrluþjónustunni Helo sem tók yfir gígnum í gærmorgun þar sem sá má glóð í börmum gígsins. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir þó að þarna líti aðeins út fyrir að gömul ókólnuð glóð hafi komið í ljós eftir hrun úr gígbarminum. Glóðin er í gígbarminum.Þyrluþjónustan HELO/Donna McAfee „Þetta eru þykkir veggir og þegar hrynur úr þeim kemur glóð í ljós. Þetta er mjög einangrandi efni, sérstaklega gígarnir. Þannig að glóð í hlíðunum eru bara leifar, það tekur töluverðan tíma fyrir þetta að kólna,“ segir Magnús Tumi. „Ef það væri glóð og tjörn í botninum þá væri það merki um að væri kvika að koma upp“ Þrátt fyrir að gosið hafi látið lítið fyrir sér fara síðustu tvær vikur eða svo er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. „Maður sér að það gufar mikið upp. Mikil móða þarna upp á gossvæðinu þannig það er alveg líklegt að það sé eitthvað kraumandi þarna undir þó það renni ekki hraun þarna út úr gígnum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, vakthafandi náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í yfirferð á stöðu gossins á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er vísað í nýjustu mælingar á eldgosinu og hraunflæðinu, sem gerðar voru þann 30. september. Þar kemur fram að gosið hefur legið alveg niðri frá 18. september. Einhver tilfærsla hefur þó orðið á hrauninu. „Eftir að uppstreymi í gígnum hætti að kvöldi 18. september hefur orðið nokkurra metra þykknun í sunnanverðum Geldingadölum og niður í framanverðan Nátthaga. Á sama tíma hefur sléttan í hrauninu vestan gígsins, nyrst í Geldingadölum, sigið um 5-7 metra. Rúmmál þess efnis sem horfið hefur úr norðurenda Geldingadala er álíka mikið og það rúmmál sem bæst hefur við í suðurhlutanum og niðri í Nátthaga. Þarna hefur því orðið tilfærsla innan hraunsins.“ „Á sama tíma og kvikustreymi frá gígnum hefur ekkert verið, hefur rennslið innan hraunsins síðustu 12 daga numið að meðaltali 1 m3/s. Þarna er vissulega bráðin kvika á ferð en aðeins vegna tilfærslu innan hraunsins. Hún skýrir þá glóð sem öðru hverju hefur sést í hrauninu. Tilfærsla af þessu tagi er þekkt í hraungosum,“ segir enn fremur. Myndir sýna glóð sem þó er líklega gömul Vísir fékk sendar myndir sem farþegi í flugi Þyrluþjónustunni Helo sem tók yfir gígnum í gærmorgun þar sem sá má glóð í börmum gígsins. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði segir þó að þarna líti aðeins út fyrir að gömul ókólnuð glóð hafi komið í ljós eftir hrun úr gígbarminum. Glóðin er í gígbarminum.Þyrluþjónustan HELO/Donna McAfee „Þetta eru þykkir veggir og þegar hrynur úr þeim kemur glóð í ljós. Þetta er mjög einangrandi efni, sérstaklega gígarnir. Þannig að glóð í hlíðunum eru bara leifar, það tekur töluverðan tíma fyrir þetta að kólna,“ segir Magnús Tumi. „Ef það væri glóð og tjörn í botninum þá væri það merki um að væri kvika að koma upp“ Þrátt fyrir að gosið hafi látið lítið fyrir sér fara síðustu tvær vikur eða svo er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. „Maður sér að það gufar mikið upp. Mikil móða þarna upp á gossvæðinu þannig það er alveg líklegt að það sé eitthvað kraumandi þarna undir þó það renni ekki hraun þarna út úr gígnum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, vakthafandi náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58 Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14 Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á svæðinu Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili sem hófst síðastliðinn mánudag en í heildina hafa um tvö þúsund skjálftar mælst frá því að hrinan hófst, þar af sex sem voru yfir þrír að stærð. Stærsti skjálftinn hingað til varð fyrr í dag og var sá skjálfti 3,8 að stærð. 1. október 2021 16:58
Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. 2. október 2021 08:14
Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. 1. október 2021 22:36