Rafíþróttir undir hatt ÍBR: „Þau börn sem þátt hafa tekið blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið framförum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 23:15 Rafíþróttir njóta æ meiri vinsælda. vísir/getty Á fimmtugasta þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBV) var samþykkt að rafíþróttir verði nú teknar undir hatt bandalagsins. Það var Björn Gíslason, formaður Íþróttafélagsins Fylkis, sem lagði fram tillöguna. Fimmtugasta þing Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, var haldið í dag, þann 2. október 2021. Þar var tillagan samþykkt með miklum stuðningi. Rafíþróttir verða teknar undir hatt ÍBR og munu nú starfa innan vébanda þess líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. „Við í Fylki erum auðvitað afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem tillagan hlaut á þinginu. Þá erum við ekki síður ánægð með þá viðurkenningu sem samþykkt hennar veitir rafíþróttum í heild sinni, enda geta rafíþróttir skipt sköpum við að koma í veg fyrir félagslega einangrun barna, aukið félagsfærni þeirra og sjálfstraust. Þannig er þetta ekki einungis skref í rétta átt heldur tímabært,“ sagði Björn um þessa tímamótatillögu. „Reynslan sýnir að rafíþróttadeildin mætir mikilvægri þörf fyrir börn sem ekki finna sig í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi, en á þessum tíma hafa þau börn sem þátt hafa tekið blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið miklum framförum. Með starfinu er komið í veg fyrir að iðkendur einangrist heima hjá sér. Aukið sjálfstraust þeirra leynir sér heldur ekki; iðkendur upplifa sig sem hluta af liðsheild og klæðast stoltir rafíþróttatreyju Fylkis með tölvuleikjagælunöfnum sínum á bakinu,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þá kemur enn fremur fram í greinargerðinni að Rafíþróttadeild Fylkis sé fyrsta íslenska rafíþróttadeildin með keppnislið sem kemur upp úr æskulýðsstarfi og á hverjum tíma hafa verið um 160 börn í deildinni þegar sumarstarf er tekið með í reikninginn. Björn á þinginu í dag.ÍBR „Því miður hafa biðlistar verið inn í deildina á hverri önn og ekki hefur verið unnt að mæta allri eftirspurn. Þó hefur deildinni tekist að vaxa þótt heimsfaraldur COVID-19 hafi sett strik í reikninginn. Jákvæð teikn eru á lofti og horfur á því að áfram muni deildin vaxa, þannig allir geti tekið þátt sem það vilja,“ segir í greinargerð með tillögunni.“ Rafíþróttir Tengdar fréttir Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. 2. október 2021 10:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Fimmtugasta þing Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, var haldið í dag, þann 2. október 2021. Þar var tillagan samþykkt með miklum stuðningi. Rafíþróttir verða teknar undir hatt ÍBR og munu nú starfa innan vébanda þess líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. „Við í Fylki erum auðvitað afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem tillagan hlaut á þinginu. Þá erum við ekki síður ánægð með þá viðurkenningu sem samþykkt hennar veitir rafíþróttum í heild sinni, enda geta rafíþróttir skipt sköpum við að koma í veg fyrir félagslega einangrun barna, aukið félagsfærni þeirra og sjálfstraust. Þannig er þetta ekki einungis skref í rétta átt heldur tímabært,“ sagði Björn um þessa tímamótatillögu. „Reynslan sýnir að rafíþróttadeildin mætir mikilvægri þörf fyrir börn sem ekki finna sig í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi, en á þessum tíma hafa þau börn sem þátt hafa tekið blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið miklum framförum. Með starfinu er komið í veg fyrir að iðkendur einangrist heima hjá sér. Aukið sjálfstraust þeirra leynir sér heldur ekki; iðkendur upplifa sig sem hluta af liðsheild og klæðast stoltir rafíþróttatreyju Fylkis með tölvuleikjagælunöfnum sínum á bakinu,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þá kemur enn fremur fram í greinargerðinni að Rafíþróttadeild Fylkis sé fyrsta íslenska rafíþróttadeildin með keppnislið sem kemur upp úr æskulýðsstarfi og á hverjum tíma hafa verið um 160 börn í deildinni þegar sumarstarf er tekið með í reikninginn. Björn á þinginu í dag.ÍBR „Því miður hafa biðlistar verið inn í deildina á hverri önn og ekki hefur verið unnt að mæta allri eftirspurn. Þó hefur deildinni tekist að vaxa þótt heimsfaraldur COVID-19 hafi sett strik í reikninginn. Jákvæð teikn eru á lofti og horfur á því að áfram muni deildin vaxa, þannig allir geti tekið þátt sem það vilja,“ segir í greinargerð með tillögunni.“
Rafíþróttir Tengdar fréttir Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. 2. október 2021 10:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport
Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. 2. október 2021 10:00