Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2021 11:01 Flogið í átt að Keili í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 3. mars síðastliðinn. Arnar Halldórsson Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40
Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31