Fleiri skriður féllu í nótt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. október 2021 12:58 Myndin var tekin í gær. LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu. Rýmingar hafa verið í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit um helgina vegna úrkomu og skriðuhættu og stendur rýming enn yfir. Hermann Karlsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Það eru að koma í ljós nú strax í morgunsárið skriður sem féllu seinnipartinn í gær og í nótt eftir að myndatökum lauk í gær þannig að það er ljóst að hreyfing er á jarðveginum í fjöllunum. Það gefur til kynna að við þurfum að skoða mjög ígrundað framhaldið hvernig við stígum inn í næsta sólarhring,“ sagði Hermann Karlsson. Ekkert tjón á húsum, dýrum eða fólki Hafa skriður fallið á einhverja bæi? „Nei það hafa engar skriður fallið á bæi sem slíka. Það fellu skriður alveg heim að Björgum þarna á laugardagskvöldið en ekki inn á bæi. Ekkert tjón á húsi, dýrum eða fólki og engin slys orðin enn og vonum að það verði ekki.“ Sjá einnig: Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi, Veðurstofan og almannavarnir funduðu í hádeginu þar sem farið var yfir upptökur og gögn frá því í morgun. Ákveðið var að létta ekki á rýmingum. „Veðurútlitið er að batna en samt er úrkoma í kortunum þannig við þurfum að tengja þetta allt saman.“ Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna úrkomu. Landhelgisgæslan flaug með sérfræðinga Almannavarna að svæðinu í gær. Myndskeið tekið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar má sjá í fréttinni hér að neðan. Almannavarnir Þingeyjarsveit Veður Tengdar fréttir Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 3. október 2021 22:35 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Rýmingar hafa verið í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit um helgina vegna úrkomu og skriðuhættu og stendur rýming enn yfir. Hermann Karlsson er aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Það eru að koma í ljós nú strax í morgunsárið skriður sem féllu seinnipartinn í gær og í nótt eftir að myndatökum lauk í gær þannig að það er ljóst að hreyfing er á jarðveginum í fjöllunum. Það gefur til kynna að við þurfum að skoða mjög ígrundað framhaldið hvernig við stígum inn í næsta sólarhring,“ sagði Hermann Karlsson. Ekkert tjón á húsum, dýrum eða fólki Hafa skriður fallið á einhverja bæi? „Nei það hafa engar skriður fallið á bæi sem slíka. Það fellu skriður alveg heim að Björgum þarna á laugardagskvöldið en ekki inn á bæi. Ekkert tjón á húsi, dýrum eða fólki og engin slys orðin enn og vonum að það verði ekki.“ Sjá einnig: Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi, Veðurstofan og almannavarnir funduðu í hádeginu þar sem farið var yfir upptökur og gögn frá því í morgun. Ákveðið var að létta ekki á rýmingum. „Veðurútlitið er að batna en samt er úrkoma í kortunum þannig við þurfum að tengja þetta allt saman.“ Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna úrkomu. Landhelgisgæslan flaug með sérfræðinga Almannavarna að svæðinu í gær. Myndskeið tekið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar má sjá í fréttinni hér að neðan.
Almannavarnir Þingeyjarsveit Veður Tengdar fréttir Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 3. október 2021 22:35 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn Búist er við aukinni úrkomu á Norðurlandi eystra og því hefur verið ákveðið að rýma sex bæi í Kinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. 3. október 2021 22:35