Hrina hófst á þessum slóðum þann 27. september og hafa tæplega 7.000 skjálftar mælst á svæðinu síðan, þar af fjórtán yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 þann 2. október en skjálftarnir hafa fundist víða á Reykjanesskaganum og á suðvesturhorninu.

