36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 21:40 Séð yfir Borgarfjarðarbrú. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fá tólf milljóna króna styrk vegna tilraunaverkefnis sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt sér ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. Fram kemur í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hafi staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrkina. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, en fyrr nefnd sjö verkefni taka til áranna 2021 og 2022. Alls bárust umsóknir vegna níu verkefna og óskir um tæpar 77 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna nam samtals um 150 milljónum. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut verkefnið „Borgarfjörður – samþætt leiðakerfi“ Þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær 12 milljónir króna sem deilast á tvö ár til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu Önnur verkefni sem hlutu styrk eru: Snæfellsnes – samræmt leiðakerfi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að vinna úr tillögum um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi eftir fýsileikakönnun sem gerð var árið 2020. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Öryrkjabandalag Íslands hlýtur styrk til að framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hlýtur styrk til að vinna að frekari greiningu á hindrunum og umhverfi í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Þarfagreining hefur þegar verið gerð ásamt því að ræða við hagaðila. Nú er stefnt að því að vinna frekari greiningu ásamt því leita hagkvæmari lausna og fyrirmyndir sóttar til annarra landa. Styrkurinn nemur 3 milljónum króna. Loftbrúin – hvernig reynist hún? Austurbrú ses. hlýtur styrk til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, sem hófst fyrir ári síðan, og að meta notagildi og hlutverk hennar út frá henni. Styrkurinn nemur 7 milljónum króna. Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hlýtur styrk til að þróa nýtt leiðakerfi almenningssamgangna, sem tók gildi 1. sept. sl. Verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni en markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkurinn nemur 8 milljónum króna. Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Langanesbyggð hlýtur styrk til að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkurinn nemur 1,2 milljónum króna. Samgöngur Strætó Fjarðabyggð Langanesbyggð Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra hafi staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrkina. Þeir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024, en fyrr nefnd sjö verkefni taka til áranna 2021 og 2022. Alls bárust umsóknir vegna níu verkefna og óskir um tæpar 77 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna nam samtals um 150 milljónum. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut verkefnið „Borgarfjörður – samþætt leiðakerfi“ Þar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær 12 milljónir króna sem deilast á tvö ár til að hefja tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu Önnur verkefni sem hlutu styrk eru: Snæfellsnes – samræmt leiðakerfi. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að vinna úr tillögum um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi eftir fýsileikakönnun sem gerð var árið 2020. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Öryrkjabandalag Íslands hlýtur styrk til að framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og setja fram tillögur að úrbótum. Styrkurinn nemur 2 milljónum króna. Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hlýtur styrk til að vinna að frekari greiningu á hindrunum og umhverfi í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Þarfagreining hefur þegar verið gerð ásamt því að ræða við hagaðila. Nú er stefnt að því að vinna frekari greiningu ásamt því leita hagkvæmari lausna og fyrirmyndir sóttar til annarra landa. Styrkurinn nemur 3 milljónum króna. Loftbrúin – hvernig reynist hún? Austurbrú ses. hlýtur styrk til að gera viðhorfskönnun meðal notenda Loftbrúar, sem hófst fyrir ári síðan, og að meta notagildi og hlutverk hennar út frá henni. Styrkurinn nemur 7 milljónum króna. Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hlýtur styrk til að þróa nýtt leiðakerfi almenningssamgangna, sem tók gildi 1. sept. sl. Verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni en markmiðið er að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkurinn nemur 8 milljónum króna. Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Langanesbyggð hlýtur styrk til að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkurinn nemur 1,2 milljónum króna.
Samgöngur Strætó Fjarðabyggð Langanesbyggð Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent