Leikirnir sem um ræðir eru Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas sem margir lesendur kannast eflaust við.
Leikirnir verða gefnir út í einum pakka en pakkinn ber heitið Grand Theft Auto: The Trilogy - The Definitive Edition. Nákvæm útgáfudagsetning liggur ekki fyrir en framleiðendurnir segja að leikirnir komi út síðar á þessu ári. Ekki er vitað hvað pakkinn muni koma til með að kosta í heild sinni eins og fram kemur í grein The Verge.
In honor of the upcoming anniversary, today we are excited to announce that all three games will be coming to current generation platforms later this year in Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive Edition: https://t.co/cMNwlfj3R5 pic.twitter.com/RrbCl1EWLx
— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021
Eins og áður verða leikirnir fáanlegir á PC tölvum, PlayStation, Xbox. Framleiðendurnir ætla einnig að gefa Grand Theft Auto út á leikjatölvunni Nintendo Switch en útgáfa leikjanna hefur að miklu leyti verið bundin við PlayStation og Xbox. Snemma á næsta ári stendur til að gera þríleikinn aðgengilegan fyrir snjallsíma; á iOS, stýrikerfi Apple, og Android.
— Rockstar Games (@RockstarGames) October 8, 2021
Einhverjir aðdáendur tölvuleikjaseríunnar eru ósáttir en rúm átta ár eru síðan nýjasta viðbótin, GTA V, var gefin út. Fólk batt þá frekar vonir við útgáfu spánnýs leiks en ekki endurútgáfu eldri tölvuleikja. Grand Theft Auto III var gefinn út árið 2001, Vice City árið 2002 og San Andreas árið 2004.