Viðkomandi átti þó svokallaðan „trompmiða,“ sem olli því að vinningurinn fimmfaldaðist, að því er fram kemur í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans.
Spilarinn fær því 25 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðaeigandi var með sama númer, en á einfaldan miða. Sá gengur því frá borði með fimm milljónir.
Átta manns unnu þá milljón hver og aðrir tólf fengu hálfa milljón í sinn hlut. Alls skiptu vinningshafar í þessum mánuði með sér 133 milljónum.