Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2021 17:00 Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson vinna nú að jólasýningu fyrir börnin. Þjóðleikhúsið Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum. „Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins. Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00