Þá fjöllum við um austanstorminn sem nú gengur yfir landið og gert hefur ökumönnum lífið leitt í dag. Stormurinn sækir í sig veðrið í kvöld.
Læknir óttast að fólk fari í magaermisaðgerðir án þess að kynna sér þær nógu vel. Slíkum aðgerðum hafi verið lýst sem einfaldri lausn við offitu en staðreyndin sé sú að um ævilanga meðferð sé að ræða.
Þá tökum við fyrir nýsköpun í orkuskiptum á Vestfjörðum og Magnús Hlynur lítur við á hrútasýningu á Flúðum, þar sem ráðherra sýnir glæsileg tilþrif í hrútaþukli.