Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2021 16:22 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts. Pósturinn Verð á sendingum Íslandspósts á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-10 kg að þyngd tekur breytingum um mánaðamótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að ástæða verðbreytinga sé ný lög sem kveði á um að gjald fyrir sendingar endurspegli raunkostnað en verði ekki jafnað út þvert yfir landið með stuðningi frá ríkinu eins og fyrri lög hafi kveðið um. Gildistaka nýrra laga verður til þess að fyrirtækið aðlagar gjaldskrá sína sem sumstaðar verður til þess að verð hækka en annarsstaðar munu þau lækka. Einnig tekur gildi ný verðskrá fyrir fjölpóst sem tekur mið af breyttum kostnaði við slíkar sendingar. Eldri lög – Eitt verð fyrir landið allt Fyrri lög kváðu á um að sama gjaldskrá væri fyrir póstsendingar, óháð hvar á landinu sendandi eða móttakandi væri staddur. Markmið þeirra laga var að kostnaður við sendingar á pósti væri sá sami um allt land. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Nýju lögin - Sendingagjald endurspegli kostnað Lagabreytingar frá því í sumar kveða á um að gjald fyrir sendingar á 0-10 kg pökkum endurspegli kostnað við flutning og mun ríkið einnig hætta að niðurgreiða kostnað við sendingar. Að neðan má sjá verðskrána hjá Póstinum. eins og sjá má nemur munurinn á sendingum á þyngstu pökkunum allt að fimmtíu prósentum eftir landshlutum. Verð hækkar víðast hvar en allra mest á landsbyggðinni. Verðskrána má sjá skýrar hér. Hér má sjá verðskrána eftir póstnúmerum.pósturinn Gildistaka nýrra laga þýðir að Pósturinn þarf að aðlaga gjaldskrá sína á pökkum innanlands 0-10kg sem sumstaðar verður til þess að verð hækka en annarsstaðar munu þau lækka. Verðbreytingar á fjölpósti Einnig tekur gildi ný verðskrá fyrir fjölpóst sem tekur mið af breyttum raunkostnaði við slíkar sendingar. Fjölpóstur hefur í gegnum tíðina fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum sem varð til þess að viðbótarkostnaður við þessa dreifingu var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðar. Vegna fækkunar á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum vegna, fjölpóstur kallar hins vegar á viðkomu á hverjum stað og hefur raunkostnaður við dreifingu hans því aukist. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið af þessum breytingum. Engin breyting á bréfum undir 51 grammi Póstinum er áfram heimilt að viðhafa sömu verðskrá um allt land á bréfum undir 51 grammi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á verðskrá að svo stöddu og mun Pósturinn því eftir sem áður sinna póstsendingum til allra landsmanna fyrir hönd ríkisins, segir í tilkynningu frá Póstinum. Pósturinn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þar segir að ástæða verðbreytinga sé ný lög sem kveði á um að gjald fyrir sendingar endurspegli raunkostnað en verði ekki jafnað út þvert yfir landið með stuðningi frá ríkinu eins og fyrri lög hafi kveðið um. Gildistaka nýrra laga verður til þess að fyrirtækið aðlagar gjaldskrá sína sem sumstaðar verður til þess að verð hækka en annarsstaðar munu þau lækka. Einnig tekur gildi ný verðskrá fyrir fjölpóst sem tekur mið af breyttum kostnaði við slíkar sendingar. Eldri lög – Eitt verð fyrir landið allt Fyrri lög kváðu á um að sama gjaldskrá væri fyrir póstsendingar, óháð hvar á landinu sendandi eða móttakandi væri staddur. Markmið þeirra laga var að kostnaður við sendingar á pósti væri sá sami um allt land. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Nýju lögin - Sendingagjald endurspegli kostnað Lagabreytingar frá því í sumar kveða á um að gjald fyrir sendingar á 0-10 kg pökkum endurspegli kostnað við flutning og mun ríkið einnig hætta að niðurgreiða kostnað við sendingar. Að neðan má sjá verðskrána hjá Póstinum. eins og sjá má nemur munurinn á sendingum á þyngstu pökkunum allt að fimmtíu prósentum eftir landshlutum. Verð hækkar víðast hvar en allra mest á landsbyggðinni. Verðskrána má sjá skýrar hér. Hér má sjá verðskrána eftir póstnúmerum.pósturinn Gildistaka nýrra laga þýðir að Pósturinn þarf að aðlaga gjaldskrá sína á pökkum innanlands 0-10kg sem sumstaðar verður til þess að verð hækka en annarsstaðar munu þau lækka. Verðbreytingar á fjölpósti Einnig tekur gildi ný verðskrá fyrir fjölpóst sem tekur mið af breyttum raunkostnaði við slíkar sendingar. Fjölpóstur hefur í gegnum tíðina fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum sem varð til þess að viðbótarkostnaður við þessa dreifingu var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðar. Vegna fækkunar á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum vegna, fjölpóstur kallar hins vegar á viðkomu á hverjum stað og hefur raunkostnaður við dreifingu hans því aukist. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið af þessum breytingum. Engin breyting á bréfum undir 51 grammi Póstinum er áfram heimilt að viðhafa sömu verðskrá um allt land á bréfum undir 51 grammi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á verðskrá að svo stöddu og mun Pósturinn því eftir sem áður sinna póstsendingum til allra landsmanna fyrir hönd ríkisins, segir í tilkynningu frá Póstinum.
Pósturinn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira