Barnsgrátur og brunasár voru á meðal þess sem tók við á flugslysaæfingu í morgun sem hátt í 150 leikarar tóku þátt í. Kirkjuþing stendur yfir með ýmsum átakamálum, við fylgdumst með nokkrum þeirra í dag.
Þá hittum við móður sem ákvað að kenna syni sínum frekar heima en að senda hann í skólann. Þau eru bæði hæst ánægð með fyrirkomulagið.
Við komum líka við í Borgarleikhúsinu, sem hefur tekið á sig nýja mynd eftir tilslakanir í samkomutakmörkunum. Covid hefur þó ekki alveg sagt skilið við leikhúsið því við ræðum við leikara sem stekkur í kvöld í hlutverk því annar leikari þurfti að fara í sóttkví.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö.