Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2021 11:33 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/vilhelm Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“ Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“
Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum