Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Karl Lúðvíksson skrifar 29. október 2021 10:03 Rjúpa Rjúpnaveiðar hefjast á mánudaginn en í gær ákvað Umhverfisráðherra nokkuð breytt snið á veiðunum. Eftir fund ráðherra og hagsmunaaðila í gær var ákveðið að veiðar verið aðeins heimilar frá hádegi á veiðidögum. Er farið í þessa ráðstöfun vegna þess að stofninn er talinn vera í mikilli lægð. Veiðimenn eru að sama skapi hvattir til að veiða aðeins 3-4 rjúpur hver eða sleppa því alveg að ganga til veiða. Veiðivísir verður að segja að þetta fyrirkomulag sé kannski gott og blessað en vandséð er hvernig á að framfylgja þessari reglu á hálendi Íslands. Þarna er líklega gert ráð fyrir því að veiðimenn fylgi þessu án eftirlits en það er engin leið að fylgja þessu eftir. Hver og einn verður líklega að fylgja samvisku sinni og fara eftir þessari beiðni. Skotveiði Mest lesið Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði
Eftir fund ráðherra og hagsmunaaðila í gær var ákveðið að veiðar verið aðeins heimilar frá hádegi á veiðidögum. Er farið í þessa ráðstöfun vegna þess að stofninn er talinn vera í mikilli lægð. Veiðimenn eru að sama skapi hvattir til að veiða aðeins 3-4 rjúpur hver eða sleppa því alveg að ganga til veiða. Veiðivísir verður að segja að þetta fyrirkomulag sé kannski gott og blessað en vandséð er hvernig á að framfylgja þessari reglu á hálendi Íslands. Þarna er líklega gert ráð fyrir því að veiðimenn fylgi þessu án eftirlits en það er engin leið að fylgja þessu eftir. Hver og einn verður líklega að fylgja samvisku sinni og fara eftir þessari beiðni.
Skotveiði Mest lesið Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði 30 laxa dagur í Jöklu Veiði Ennþá nóg af sjóbirting í Varmá Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði 11 kílóa urriði úr Þingvallavatni Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði