María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs tók eitt sinn þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Sjá meira
Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Sjá meira