„Verslunin hefur færst heim“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:01 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Arnar Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón. Verslun Kringlan Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Sjá meira
Kauphegðun landans breyttist talsvert í Covid . Ef horft er til innlendrar fataverslunar kemur í ljós að 75 prósent aðspurðra hafði verslað síðast hér á landi meðan það voru 60% árið 2018. Á sama tíma dróst fataverslun erlendis verulega saman og nú verslar um einn af hverjum tíu hér heima en voru þrír af hverjum tíu. Innlend netverslun þrefaldaðist á tímabilinu og helmingi fleiri keyptu föt á erlendum vefsíðum á þessu ári en árið 2018. „Eitt af því jákvæða sem við tökum út úr Covid er að íslensk verslun hefur blómstrað þann tíma. Ferðalögin hafa dregist saman á tímabilinu og verslunin færst heim,“ segir Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir að á síðasta ári hafi líka orðið sprenging í innlendri vefverslun. „Það eru brjáluð tækifæri í íslenskri netverslun. Hún náttúrulega sprakk út í Covid og átti helling inni. Íslenskar smásölur voru þá og eru að færa sig yfir á netið,“ segir Kristín. Kristín Inga Jónsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar PóstsinsVísir Innlend og erlend netverslun eigi aðeins eftir að aukast. „Okkar viðskiptavinir taka mjög vel í sjálfvirku og stafrænu leiðirnar. Fólk tekur mjög vel í að geta gengið frá sínum kaupum á netinu,“ segir hún. Sigurjón segir íslenska verslun vel í stakk búna að keppa við erlenda netverslun. „Við erum að sjálfsögðu meðvituð erlenda netverslun og erum að stíga í þá átt að mæta þessari auknu samkeppni,“ segir hann. Hann segir kaupmenn búast við mikilli verslun í Kringlunni í dag. „Við erum með miðnætursprengju í Kringlunni í dag í fyrsta skipti í tvö ár. Þetta er upphaf jólavertíðarinnar og má búast við allt að fjörutíuþúsund manns í húsið í dag,“ segir Sigurjón.
Verslun Kringlan Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Sjá meira