Vestmanneyingar á menningarlegu nótum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. nóvember 2021 13:31 Mikill áhugi er fyrir Safnahelginni í Vestmannaeyjum um helgina enda dagskráin mjög fjölbreytt. Aðsend Vestmanneyingar og gestir þeirra verða á menningarlegum nótum um helgina því þar fer fram safnahelgi með fjölbreyttri dagskrá. Hápunktur helgarinnar verður fjölþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum. Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Safnahelgin hófst á fimmtudaginn með setningarathöfn í Stafkirkjunni og síðan hefur dagskráin haldið áfram með fjölbreyttum sýningum, upplestrum og tónlistaratriðum um allan bæ. Í dag klukkan fjögur eru til dæmis tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni og í kvöld er kvöldskemmtun Leikfélags Vestmannaeyja í Kvikunni. Sigurhanna Friðþórsdóttir er ein af skipuleggjendum Safnahelgarinnar. „Við erum með uppákomur á öllum söfnum. Það eru myndlistarsýningar, tónleikar, bókakynningar og ýmiskonar dagskrá, fyrirlestrar og fleira. Þessi hátíð er búin að vera við líði hjá okkur í nokkuð mörg ár, byrjaði fyrst sem Nótt safnanna. Það eru orðin 16 til 17 ár síðan það var og síðan hefur þetta smátt og smátt þróast yfir í það að vera bara skemmtileg dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags því það er upp á svo margt að bjóða í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurhanna. Dagskrá Safnahelgarinnar er mjög fjölbreytt og skemmtileg.Aðsend Sigurhanna segir erfitt að nefna einhvern einn hápunkt helgarinnar en þó. „Á sunnudaginn verður fjölþjóðlegráðstefna um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum þar sem fræðimenn og rithöfundar flytja erindi sín um ritverk sín, sem byggjast á Tyrkjaráninu 1627. Þar ætlar Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar að flytja íslensk þjóðlög í austrænum stíl og svo verður boðið upp á veitingar á Norður - Afríku vísu. Þetta er svona já, einn af hápunktunum en eins og ég segi, þá eru tónleikar, myndlistarsýningar og fleira.“ Hún hvetur fólk á fastalandinu að skella sér til Vestmannaeyja um helgina og taka þátt í Safnahelginni. „Já, endilega, það er bara næsta ferð með Herjólfi, ekki spurning, bara að skella sér yfir. Það spáir rosalega fínu um helgina,“ segir Sigurhanna. Hér má sjá dagskrá Safnahelgarinnar Viðburðir eru um alla eyjuna um helgina í tilefni af Safnahelginni.Aðsend
Vestmannaeyjar Menning Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira